Fært fyr­ir Herjólf um miðja vik­una

3.Mars'18 | 09:10
galilei_0517

Dýpk­un­ar­skipið Gali­lei 2000 er byrjað að dýpka á rif­inu utan við Land­eyja­höfn. Ljósmynd/TMS

Dýpk­un­ar­skipið Gali­lei 2000 er byrjað að dýpka á rif­inu utan við Land­eyja­höfn. Er þetta fyrsta dýpk­un árs­ins. Ef allt geng­ur að ósk­um má bú­ast við að Herjólf­ur geti farið að nota Land­eyja­höfn um eða fyr­ir miðja næstu viku.

Sig­urður Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að byrjað verði að dýpka nægj­an­lega til að Herjólf­ur geti fært viðkomu­stað sinn úr Þor­láks­höfn til Land­eyja­hafn­ar sem fyrst. Byrjað er á rif­inu, síðan verður dýpkað á milli hafn­argarðanna og loks í innri höfn­inni.

Held­ur minni sand­ur virðist vera í og við höfn­ina en á sama tíma und­an­far­in ár. Sig­urður nefn­ir að það kunni að vera um 40 þúsund rúm­metr­ar, en eft­ir sé að mæla í innri höfn­inni. Áfram verður haldið og inn­sigl­ing­in gerð dýpri og rýmri.

 

Mbl.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.