Til stendur að fara að dýpka Landeyjahöfn

27.Febrúar'18 | 10:28
galilei_2000

Galilei 2000, hér við dýpkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í gær hafði Elliði Vignisson, bæjarstjóri samband við Vegagerðina og óskaði eftir upplýsingum um það hvernig þessi blíðukafli verði nýttur til dýpkunar í og við Landeyjahöfn. Frá þessu greinir hann á heimasíðu sinni.

Elliði segir ennfremur að ekki hafi staðið á svörum.  Menn þar á bæ hyggjast mæla á morgun eða fimmtudag og vonir standa til þess að fljótlega í framhaldi af því verði hægt að hefja dýpkun á hinu gríðalega öfluga skipi „Galilei“ sem er í eigu Belgíska fyrirtækisins „Jan de Null“.
 
Galilei er núna statt á Reyðafirði en farið að hyggja að brottför til Eyja.  Ég þyki nú oft full bjartsýnn og vissulega hefur það oft komið í ljós hvað Landeyjahöfn varðar.  Hvað sem því líður þá ætla ég að leyfa mér að trúa því að dýpkun hefjist í þessari viku, vonandi á fimmtudag eða föstudag.

 
Enn of snemmt að spá um hvenær höfnin opnar

Þótt sannarlega sé sé gott að vita að dýpkun sé að hefjast og þar með styttist í opnun hafnarinnar þá vitum við af fenginni reynslu að allt er það háð veðri, sjólagi og bilunum hvenær höfnin opnar.  Við vitum að það borgar sig síður en svo að halda niðri í sér andanum af eftirvæntingu.  Enn er of snemmt að spá fyrir um það hvenær höfnin opnar og af sjálfsögðu verður siglt í Þorlákshöfn næstu vikur. segir Elliði Vignisson.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.