Til stendur að fara að dýpka Landeyjahöfn

27.Febrúar'18 | 10:28
galilei_2000

Galilei 2000, hér við dýpkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í gær hafði Elliði Vignisson, bæjarstjóri samband við Vegagerðina og óskaði eftir upplýsingum um það hvernig þessi blíðukafli verði nýttur til dýpkunar í og við Landeyjahöfn. Frá þessu greinir hann á heimasíðu sinni.

Elliði segir ennfremur að ekki hafi staðið á svörum.  Menn þar á bæ hyggjast mæla á morgun eða fimmtudag og vonir standa til þess að fljótlega í framhaldi af því verði hægt að hefja dýpkun á hinu gríðalega öfluga skipi „Galilei“ sem er í eigu Belgíska fyrirtækisins „Jan de Null“.
 
Galilei er núna statt á Reyðafirði en farið að hyggja að brottför til Eyja.  Ég þyki nú oft full bjartsýnn og vissulega hefur það oft komið í ljós hvað Landeyjahöfn varðar.  Hvað sem því líður þá ætla ég að leyfa mér að trúa því að dýpkun hefjist í þessari viku, vonandi á fimmtudag eða föstudag.

 
Enn of snemmt að spá um hvenær höfnin opnar

Þótt sannarlega sé sé gott að vita að dýpkun sé að hefjast og þar með styttist í opnun hafnarinnar þá vitum við af fenginni reynslu að allt er það háð veðri, sjólagi og bilunum hvenær höfnin opnar.  Við vitum að það borgar sig síður en svo að halda niðri í sér andanum af eftirvæntingu.  Enn er of snemmt að spá fyrir um það hvenær höfnin opnar og af sjálfsögðu verður siglt í Þorlákshöfn næstu vikur. segir Elliði Vignisson.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).