Farþegi í Herjólfi tekinn með kannabis

25.Febrúar'18 | 09:30
logreglubill_herj

Lögreglan handtók aðilann við komu hans með Herjólfi á föstudaginn. Mynd/úr safni

Síðdegis á föstudaginn var aðili handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Til aðstoðar lögreglumönnum við leit var fíkniefnahundurinn Rökkvi sem er í eigu embættisins.

Maðurinn viðurkenndi að eiga efnið. Að yfirheyrslu lokinni var honum sleppt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Í vikunni sem leið var gerð leit hjá aðila sem var að koma með flugi og fundust um 30 gr. af kannabis hjá honum. Tvö önnur minniháttar fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.