Ásmundur spyr um Herjólf

24.Febrúar'18 | 09:30
ny_ferja

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Suðurkjördæmis hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirspurn um Herjólf. Fyrirspurnin er í níu liðum og er óskað eftir skriflegum svörum.

Þetta spyr Ásmundur um:

1. Hvernig sundurliðast 400 millj kr. framlag sem veitt var á fjáraukalögum 2017 til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna slipptöku Herjólfs og leigu á ferju á meðan á viðgerð stóð? Hver er rökstuðningur fyrir hverjum lið?
2. Hve háa fjárhæð mun ríkissjóður annars vegar og leigutaki hins vegar greiða vegna viðgerða skipsins þar til það hefur áætlunarferðir að nýju að lokinni viðgerð?
3. Hve háar fjárhæðir hefur annars vegar ríkissjóður og hins vegar leigutaki Herjólfs greitt vegna slipptöku og viðhalds skipsins árlega sl. fjögur ár og hvernig sundurliðast þær?
4. Hve háa fjárhæð greiddi ríkissjóður til leigutaka árin 2016 og 2017 umfram samþykkt framlög á fjárlögum til reksturs ferjunnar?
5. Hvers vegna hefur hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju verið breytt á smíðatímanum þrátt fyrir að fullyrt hafi verið að nýjustu breytingar takmörkuðu hæfni skipsins til siglinga í Landeyjahöfn? Hver greiðir fyrir breytingar á skipinu?
6. Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi og þyngd rafgeyma á djúpristu og ganghraða ferjunnar sem verður að fullu rafdrifin og hver er kostnaðurinn vegna þessa?
7. Hverjar eru aðrar helstu breytingar sem gerðar hafa verið á hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju frá því að smíði skipsins var boðin út, hverjar eru ástæður hverrar breytingar og hvað kostar hver breyting?
8. Hve mikið mun árlegur rekstrarkostnaður skipsins aukast eða minnka vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á hönnun og vélum þess?
9. Hvað nema tafagreiðslur vegna seinkunar á afhendingu skipsins hárri fjárhæð samkvæmt útboðsgögnum og verksamningi um skipið miðað við nýjustu afhendingaráætlun?

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).