Ráðherra vill bíða með að láta Vestmannaeyjabæ annast rekstur Herjólfs

- telur heppilegra að annað hvort Vegagerðin reki sjálf skipið í upphafi eða að það verði boðinn út reksturinn til tveggja ára til að hægt sé að átta sig á umfangi rekstrar nýrrar ferju

22.Febrúar'18 | 06:06
sigurdur_ingi_vestmannaey

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samsett mynd.

Í gær var haldinn íbúafundur um samgöngur á sjó á milli lands og Eyja. Fölmennt var á fundinum enda málefnið brýnt. Eyjar.net birtir hér það markverðasta sem fram kom á fundinu.

Á fundinum fóru ráðherra samgöngumála, bæjarstjóri Vestmannaeyja, formaður smíðanefndar nýrrar ferju, fulltrúi í ráðgjafahóp um rekstur ferjunnar, fulltrúi Vegagerðarinnar og fulltrúi Rannsóknarstofnunnar HA yfir nýja ferju og rekstur hennar.

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sagði m.a að hann hafi hug á að fá mat á höfninni frá óháðum aðila. Hins vegar telur hann hyggilegt að hinkra með það þar til að ný ferja vði komin í gagnið.

Ráðherra telur koma til greina að Vestmannaeyjabær komi að rekstri ferjunnar eftir tvö ár. Hann telur heppilegra að annað hvort Vegagerðin reki sjálf skipið í upphafi eða að það verði boðinn út reksturinn til tveggja ára til að hægt sé að átta sig á umfangi rekstrar nýrrar ferju.

Sjá einnig: Nýja ferjan mun heita Herjólfur

Hann sagði það kosta 300 milljónir að breyta ferjunni í rafmagnsferju. Það er fyrir utan kostnað við tengivirkin í landi. Þá sagði hann að kostnaður við stáltunnuverkefnið í Landeyjahöfn sem greint var frá í gær hér á Eyjar.net liggi í kringum 1 milljarð króna.

Þá ítrekaði ráðherra vilja sinn til að lækka gjaldskrá ferjunnar þegar siglt er til Þorlákshafnar í það sama og kostar að sigla til Landeyja. Það mál er þó enn í skoðun, en vonast er til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Í máli Friðfinns Skaptasonar, formanns smíðanefndarinnar kom fram að til standi að taka helming salarins á efra þilfari undir bráðabirgðarkojur. Taldi hann að þar mætti koma fyrir í kringum 60 kojum einu sameiginlegu rými.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).