Ráðherra vill bíða með að láta Vestmannaeyjabæ annast rekstur Herjólfs

- telur heppilegra að annað hvort Vegagerðin reki sjálf skipið í upphafi eða að það verði boðinn út reksturinn til tveggja ára til að hægt sé að átta sig á umfangi rekstrar nýrrar ferju

22.Febrúar'18 | 06:06
sigurdur_ingi_vestmannaey

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samsett mynd.

Í gær var haldinn íbúafundur um samgöngur á sjó á milli lands og Eyja. Fölmennt var á fundinum enda málefnið brýnt. Eyjar.net birtir hér það markverðasta sem fram kom á fundinu.

Á fundinum fóru ráðherra samgöngumála, bæjarstjóri Vestmannaeyja, formaður smíðanefndar nýrrar ferju, fulltrúi í ráðgjafahóp um rekstur ferjunnar, fulltrúi Vegagerðarinnar og fulltrúi Rannsóknarstofnunnar HA yfir nýja ferju og rekstur hennar.

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sagði m.a að hann hafi hug á að fá mat á höfninni frá óháðum aðila. Hins vegar telur hann hyggilegt að hinkra með það þar til að ný ferja vði komin í gagnið.

Ráðherra telur koma til greina að Vestmannaeyjabær komi að rekstri ferjunnar eftir tvö ár. Hann telur heppilegra að annað hvort Vegagerðin reki sjálf skipið í upphafi eða að það verði boðinn út reksturinn til tveggja ára til að hægt sé að átta sig á umfangi rekstrar nýrrar ferju.

Sjá einnig: Nýja ferjan mun heita Herjólfur

Hann sagði það kosta 300 milljónir að breyta ferjunni í rafmagnsferju. Það er fyrir utan kostnað við tengivirkin í landi. Þá sagði hann að kostnaður við stáltunnuverkefnið í Landeyjahöfn sem greint var frá í gær hér á Eyjar.net liggi í kringum 1 milljarð króna.

Þá ítrekaði ráðherra vilja sinn til að lækka gjaldskrá ferjunnar þegar siglt er til Þorlákshafnar í það sama og kostar að sigla til Landeyja. Það mál er þó enn í skoðun, en vonast er til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Í máli Friðfinns Skaptasonar, formanns smíðanefndarinnar kom fram að til standi að taka helming salarins á efra þilfari undir bráðabirgðarkojur. Taldi hann að þar mætti koma fyrir í kringum 60 kojum einu sameiginlegu rými.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).