Vinnslustöðin:

Búið að frysta um 1500 tonn

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu eru íslensku skipin búin að landa rétt um 80.000 tonnum á vertíðinni og því eru ennþá 100.000 tonn óveidd

22.Febrúar'18 | 07:49
isleifur_nyi

Ísleifur VE kom með fyrsta farminn í hús á þriðjudag í síðustu viku. Mynd/TMS

Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa verið fryst 1.500 tonn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs, segir fyrirtækið hafa haldið að sér höndum við veiðarnar þar til séð var fram á að hægt yrði að frysta loðnuna og gera meiri verðmæti úr henni.

„Ísleifur VE kom með fyrsta farminn í hús á þriðjudag í síðustu viku sem veiddist austur af Hornafirði. Hrognafyllingin var um 14% sem hentar ágætlega í vissa framleiðslu. Þegar hrognafyllingin hefur svo aukist höfum við einbeitt okkur að enn verðmætari afurðum,“ segir Sindri.

Nú er verið að frysta flokkaða hrygnu sem þarf að vera með um 15% hrognafyllingu. Hængurinn er flokkaður frá og fer í bræðslu en hjá Vinnslustöðinni hafa ekki verið beinar landanir í bræðslu. Fiskifrettir.is greina frá.

„Það er lítill kvóti og við erum að reyna að hámarka verðmætið. Við höfum fryst 1.500 tonn og við erum bjartsýnir með söluhorfurnar.“

Sindri segir Japani stærstu kaupendur frystra loðnuafurða og loðnuhrogna en þessara afurða sé víðar neytt en í Asíu. Í Japan eru stór sölufyrirtæki sem senda hingað til lands skoðunarmenn sem taka út afurðirnar. Þær eru síðan unnar áfram eða seldar áfram til minni aðila sem vinna endanlega vöru úr afurðunum.

Sindri segir að allir hafi búist við að ákveðinn yrði meiri loðnukvóti sérstaklega í ljósi þess að stofninn hafi verið mældur núna þrisvar sinnum. Ekki hafi verið marktækur mismunur milli mælinganna og því hefðu menn talið að yfirsýn yfir stofninn væri góð. Engu að síður gefi það af sér minni kvóta núna en í fyrra.

„Það er loðna fyrir norðan og það var líka þannig í fyrra. Þetta er önnur ganga á allt öðrum stað og allt annarri hrognafyllingu. Á síðustu túrunum okkar í fyrra fór Kap vestur fyrir Vestfirði og fékk þar loðnu sem við unnum hrogn úr. Á sama tíma fór Ísleifur norður fyrir land og frystum úr honum flokkaða hrygnu. Þetta eru alltaf nokkrar göngur,“ segir Sindri.

Hann segir lítinn kraft í veiðunum þessa dagana og að menn hafi haldið að sér höndum. Þannig hefur Vinnslustöðin ekki tekið á móti nema um 3.000 tonnum enn sem komið er á þessari vertíð.

Taktíkin felst í því að bíða með veiðarnar þar til hægt er að gera verðmætari afurðir úr loðnuninni en Sindri líkir þessu við lotterí. „Við tökum ákveðna áhættu og vitum í raun ekkert fyrr en í lok mars hvort það hafi borgað sig.“

 

Fiskifréttir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).