Sjálfstæðisflokkurinn fellur frá röðun

- ákveðið að nefnd stilli upp á listann líkt og tíðkast hefur síðustu áratugina

21.Febrúar'18 | 10:46
falkinn_baerinn

Samsett mynd.

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélganna í Vestmannaeyjum var samþykkt sl. mánudag að röðun færi fram ef 10 eða fleirri gæfu kost á sér í framboð.  Sá fjöldi barst ekki og hefur kjörnefnd því hafið vinnu við uppstillingu eins og samþykktin hvað á um. segir Ólafur Elísson formaður kjörnefndar.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net höfðu allavega fimm einstaklingar gefið út að þeir hyggðust gefa kost á sér í röðunina. Það eru bæjarfulltrúarnir Elliði Vignisson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir. Einnig hafði varabæjarfulltrúi flokksins Margrét Rós Ingólfsdóttir gefið út að hún gæfi kost á sér í röðun.

Rétt er að rifja upp að upphaflega var gefið út af flokknum að það skildi farið í prófkjör í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið haldið prókjör í Eyjum síðan 1990 og var töluverður áhugi innan flokksins að fara prófkjörsleiðina. Þeirri ákvörðun var síðar snúið og þá var ákveðið að fara í svokallaða röðun.

Sú kjörnefnd sem kosin var til að annast framkvæmd röðunarinnar fær nú það hlutverk að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins. Nefndina skipa samkvæmt samþykkt fulltrúaráðsfundar: Ólafur Elísson, formaður, Arnar Sigurmundsson, Bragi Magnússon, Elsa Valgeirsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Ingólfur Jóhannesson og Silja Rós Guðjónsdóttir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.