Vestmannaeyjastrengur 3

Orsök bilunarinnar í apríl 2017 líklegast veikleiki í einangrun

21.Febrúar'18 | 10:22
isaac_newton_hofn

Kapalskipið Isaac Newton annaðist viðgerðina á strengnum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Eitt af stærstu verkefnum hjá Landsneti á síðasta ári var viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3. Strengurinn sem er að stærstum hluta sæstrengur bilaði í byrjun apríl 2017 í kjölfar byggingu nýs tengivirkis í Vestmannaeyjum og spennuhækkunar á afhendingu raforku í 66 kV.

Bilunin var staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar á 50 m dýpi. Vinna við aðgerðaráætlun vegna viðgerðarinnar fór strax af stað. Ljóst var að um umfangsmikla viðgerð yrði að ræða og fengum við kapalskipið Isaak Newton, sérhæft viðgerðarskip, til aðstoðar við viðgerðina. Viðgerðin tók 14 daga og var fjarstýrður kafbátur notaður til að klippa strenginn í sundur.

Veikleiki í einangrun strengsins

Ekki var vitað hvað olli biluninni og litlir ytri áverkar sýnilegir, en sá hluti strengsins sem innihélt bilunina var sendur á rannsóknarstofu EA Technology á Englandi til frekari greiningar. Brunaáverkar voru á bútnum vegna skammhlaupsins sem varð í biluninni og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um orsökina. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu hins vegar fram á ákveðið magn óæskilegra agna í einangruninni næst brunanum og eru mestar líkur taldar á því að bilunina megi rekja til þeirra.

Vorið 2013 var strengurinn framleiddur í verksmiðju ABB í Svíþjóð. Strengurinn var prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, m.a. með háspennuprófi.

Staðbundinn veikleiki

Rekstur á strengnum hefur gengið vel frá því að viðgerð lauk og ekki hafa komið upp nein önnur frávik. Ekkert bendir til annars en að um staðbundinn veikleika hafi verið að ræða og að strengurinn sé eftir viðgerð í góðu ásigkomulagi.

Um var að ræða dýrustu viðgerð í sögu Landsnets en viðgerðin kostaði um 630 milljónir króna, segir í tilkynningu Landsnets.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).