Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð

21.Febrúar'18 | 07:33
irafar_2

Írafár skemmta á Þjóðhátíð í sumar.

Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag.

Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar.

Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn.

Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir.

„Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni.

Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“

Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“

 

Fréttablaðið greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is