Landeyjahöfn:

Ætlunin að tryggja um 4,5 metra dýpi yfir háveturinn

- þannig að ferjan geti þá siglt í Landeyjahöfn

21.Febrúar'18 | 11:36
gallei_gardar

Hér má sjá dýpkunarskipið Galilei 2000 á milli garða í Landeyjahöfn. Þarna er gert ráð fyrir að kranar með dælu haldi dýpi nægjanlegu. Ljósmynd/TMS

Á dögunum var auglýst af Ríkiskaupum útboð í svokallaða stálstaura í Landeyjahöfn. Eyjar.net ræddi við Sigurð Áss Grétarsson um hvað stendur til og hvaða vonir hann bindur við framkvæmdina.

Ætlunin með því að reka niður stáltunnur fyrir framan núverandi garðhausa er að skapa vinnuaðstöðu fyrir krana til að standa úti á tunnunum.  Með því er unnt að fara með krana út á brún með dælu sem hangir í krananum til að geta dælt sandi upp úr hafnamynninu.  Eins og reynslan hefur kennt okkur þá er ekki unnt að dýpka yfir háveturinn með dýpkunarskipum. Auk þess  þá hefur reynslan sýnt að ekki er unnt að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir Herjólf en það er mögulegt fyrir grunnristari ferju. segir Sigurður Áss.

Hann segir að bæði rannsóknir DHI og reynslan hafi sýnt að dýpi fyrir framan höfnina sé yfirleitt um 5 m yfir háveturinn (desember-mars) þegar ekki er verið að dýpka. Hins vegar er dýpið miklu minna milli garða eða undir 3 m. Þar er ætlunin að dýpka en ekki fyrir utan höfnina eða á rifinu.  

Til að skapa aðstöðu fyrir krana og dýpkunarbúnað frá landi er ætlunin að smíða tunnur ekki ólíkar þeim sem eru í Þorlákshöfn. Kraninn getur farið út á tunnurnar og dýpkað stórt svæði út frá sér. Með þessum aðgerðum er ætlunin að tryggja um 4,5m  dýpi yfir háveturinn þannig að ferjan geti þá siglt í Landeyjahöfn.  Hún mun þó enn þurfa að sæta öldulagi, dýpi og sjávarföllum. Svo er líka spurning hvort fjárveiting fáist í að klára þetta í ár og næsta ári.

Meginmálið er að stefnt er að tryggja dýpi 6m frá mars/apríl fram í nóvember og 4,5m dýpi frá desember til mars.  Reynslan sýnir að þetta ætti að vera hægt. segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdarstjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Hér má sjá teikningu fyrirhuguðum framkvæmdum í Landeyjahöfn. (Smelltu til að stækka)

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%