Félagslega heimaþjónustan og frekari liðveisla:

Taka í notkun CareOn heimaþjónustukerfi

- kerfi sem auðveldar allt utanumhald um heimaþjónustu sveitarfélagsins

19.Febrúar'18 | 06:51
yfir_bae

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

CareOn heimaþjónustukerfi var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar kynnti svokallað CareOn heimaþjónustukerfi sem nýtt er í félagslegri heimaþjónustu og frekari liðveislu.

Á næstu vikum mun félagslega heimaþjónustan og frekari liðveisla taka upp svokallað CareOn kerfi sem auðveldar allt utanumhald um heimaþjónustu sveitarfélagsins. Um er að ræða snjallforrit (app) sem starfsmenn heimaþjónustu nýta til þess að auka öryggi, sveigjanleika, hagræðingu og gæði þjónustunnar. Aðstandendur geta með samþykki þjónustuþega og í gegnum sama kerfi nýtt það til að vera upplýstir um þjónustuna, segir í bókun ráðsins um málið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.