Dæmdur fyrir líkamsárás á Lundanum

19.Febrúar'18 | 08:58
lundinn

Veitingastaðurinn Lundinn.

Karlmaður á fertugsaldri var í upphafi mánaðar dæmdur í 28 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og tollalagabrot. 22 mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði. Með brotunum rauf maðurinn skilorð sem útskýrir lengd refsingarinnar.

Manninum var gert að sök að hafa árið 2016 gengið í skrokk á öðrum manni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum. Var sú líkamsárás sögð stórfelld í ákæru. Saksóknara tókst ekki að sanna nema lítinn hluta brotsins og var maðurinn því ekki sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.

Maðurinn játaði hins vegar að hafa haft í fórum sínum ellefu ólöglega innfluttar tóbaksdósir. Honum var gert að greiða fjórðung alls sakarkostnaðar, rúmar 550 þúsund krónur.

Hinn sakfelldi á að baki langan brotaferil. 2010 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og rán og árið 2011 hlaut hann fjögurra ára dóm fyrir líkamsárás.

 

Vísir.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.