Samstarf Vestmannaeyjabæjar við BUGL og HSU
16.Febrúar'18 | 06:49Formlegt samstarf Vestmannaeyjabæjar við BUGL og HSU var kynnt á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á miðvikudaginn var. Þar kynnti Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi formlegt samstarfs Vestmannaeyjabæjar við BUGL og HSU.
Vestmannaeyjabær í samstarfi við BUGL og HSU stefna að því að undirrita samstarfssamning sem tengist greiningum, meðferð, stuðningi og eftirfylgni barna með hegðunar- og geðraskanir ásamt því að vinna saman að málefnum einstaklinga og fjölskyldna sem fá þjónustu hjá umræddum aðilum.
Í þessu skyni er komið á fót samstarfsverkefni milli HSU/heilsugæslu Vestmannaeyja, Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja og Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans um málefni einstaklinga, barna og fjölskyldna í Vestmannaeyjum. Ráðið fagnar þessum framtaki. segir í bókun ráðsins.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...