Nýja Vestmannaeyjaferja verður tengi-tvinnskip

Mun að öllum líkindum dragast fram í október

- skoða þarf hvort hægt sé að ljúka verkinu hér heima

10.Febrúar'18 | 08:03
31.01.18. Vilborg-4

Efsti hluti ferjunnar leit svona út um sl. mánaðarmót. Mynd/HRTÓRZ

Ný Vestmannaeyjaferja á að geta siglt milli Eyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu. Rafhlöðurnar um borð munu vega 45 til 50 tonn. Minni olíunotkun þýðir að losað verður um 2.200 tonnum minna af koltvíoxíði (CO2) út í andrúmsloftið á ári og 40 til 50 tonnum minna af sóti (NOx).

En sú ákvörðun að nýta rafmagn enn frekar tefur afhendingu ferjunnar.

„Vegna þess hversu seint við tökum þessa ákvörðun um rafmagnið þá mun það að öllum líkindum dragast fram í október,“

sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann sagði að breytingarnar auki álag á skipasmíðastöðina og skoða þyrfti hvort hægt væri að ljúka verkinu hér heima. Óheppilegt væri hversu seint skipið yrði tilbúið, því það tæki tíma að læra á nýjan búnað og hegðun skipsins. Vetrartíminn væri auðvitað ekki heppilegastur til þess.

Ánægjulegt að vera í fararbroddi

Í upphaflegri hönnun nýju Vestmannaeyjaferjunnar var gert ráð fyrir að hefðbundnar vélar um borð myndu hlaða rafgeyma. Ferjan yrði tvinnskip. Nú er hefur verið ákveðið að ganga lengra. Nýja Vestmannaeyjaferjar verður tengi-tvinnskip, sem fær rafmagn í landi. „Hönnunin á skipinu gekk út á að þetta yrði framtíðin,“ sagði Sigurður Áss, þegar hann lýsti nýju ferjunni. Hún þarf um þúsund kílóvött til að knýja vélina milli lands og Eyja. Það á að taka um hálftíma að hlaða 50 tonna rafhlöðurnar, sem geyma um 3.000 kílóvött. Leggja þarf háspennustrengi að virkjum beggja vegna. Fjórir kaplar eiga að fara um borð í skipið. „Það er mjög hröð þróun í þessum búnaði,“ segir Sigurður Áss og bætir því við að auðvitað sé tvíeggjað að innleiða þessa tækni núna, þó það sé ánægjulegt að vera í fararbroddi.

Töluverður aukakostnaður fylgir breytingunni

Fyrsta rafmagnsferjan var tekin í notkun 2015 í Noregi og voru ýmis vandkvæði í byrjun. Tvinnferjur hafa lengur verið í siglingum og reynst vel. En nú eru 23 rafmagnsferjur í smíðum í Norður-Evrópu og mikil breyting framundan á þessu sviði. Töluverður aukakostnaður fylgir þessari breytingu á Vestmannaeyjaferjunni eða um 700 milljónir, til helminga vegna breytinga á skipinu og vegna tenginga í landi. Ferjan verður með ýmsan nýjan búnað, auk rafmagnsins, eins og stýrislausar skrúfur sem gera henni fært að snúast í 360 gráður á punktinum, ef svo má segja.

 

Hér má hlusta á viðtalið við Sigurð Áss.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).