Ingi Sig í stjórn KSÍ

10.Febrúar'18 | 19:29
ingi_s

Ingi Sigurðsson. Ljósmynd/TMS

Í dag var ársþing KSÍ haldið. Þar var kosið um fjögur laus sæti í stjórn, en tíu aðilar buðu sig fram. Jóhannes Ólafsson sóttist ekki eftir endurkjöri en Ingi Sigurðsson fyrrum leikmaður og knattspyrnuráðsmaður ÍBV bauð sig hins vegar fram.

Ingi gerði sér litið fyrir og fékk flest atkvæði allra frambjóðenda og er því kominn í stjórn Knattspyrnusambandsins.

Auk Inga kom Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) nýr inn í stjórnina. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru kosin til áframhaldandi stjórnarsetu. Rúnar Vífill Arnarson hlaut ekki endurkjör í stjórnina en hann hefur átt sæti þar sl. tíu ár. 

Ásgeir Ásgeirsson (Reykjavík), Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (Akranesi), Ríkharður Daðason (Reykjavík), Sigmar Ingi Sigurðarson (Kópavogi) og Valdimar Leó Friðriksson (Mosfellsbæ) voru einnig í framboði en lutu í lægra haldi. 

Í frétt á fotbolti.net segir að atkvæðafjöldi í kosningunni í dag hafi verið svona: Ingi 109, Gísli 80, Ragnhildur 72, Valgeir 63 - Rúnar 55, Sigmar 43, Helga 40, Ásgeir 33, Valdimar 27, Ríkharður 14. 


Stjórn KSÍ: 
Guðrún I. Sívertsen, Reykjavík 
Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi 
Magnús Gylfason, Hafnarfirði 
Vignir Már Þormóðsson Akureyri 
(Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2019) 

Gísli Gíslason, Akranesi 
Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík 
Ingi Sigurðsson, Vestmannaeyjum 
Valgeir Sigurðsson, Garðabæ 
(Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2020)
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).