„Hefur kostað okkur kærustuparið 1.427.250 kr”

frá 5.ágúst 2015 til 31.des 2017

6.Febrúar'18 | 15:16
herjolfur_fra_eyjum

Það kostar töluvert að ferðast með Herjólfi á milli lands og Eyja. Ljósmynd/TMS

„Dásamlegt að búa á paradísareyjunni en ekki eins dásamlegt að þurfa að ferðast mikið með Herjólfi á fastalandið. Það hefur kostað okkur kærustuparið 1.427.250 kr frá 5.ágúst 2015 til 31.des 2017, já það er ekki allra að geta ferðast á milli lands og Eyja.”

Svona hljóðar stuttur pistill frá Sigurbjörgu Kristínu Óskarsdóttur á Facebook-síðu hennar. Þar birtir hún einnig útreikninga af kostnaði við ferðalög þeirra með Herjólfi.

Verðskráin er ekki ákveðin af okkur

Eyjar.net sló á þráðinn til Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða og spurði hann út í málið.

„Já þetta eru miklir peningar, það er ekki spurning.

Umræðan er reyndar alltaf aðeins skökk þ.e. þarna er verið að tala um ferðir sem farnar eru á fullri gjaldskrá en þar sem þetta eru ferðir þar sem notað eru afsláttarkort er greitt 40% lægra gjald þ.e. í þessu tilfelli hefur viðkomandi greitt rúmlega 850.000 kr eru líka miklir peningar svo það verði ekki misskilið en þau hafa fengið 570.000 kr í afslátt. Að meðaltali er þessi aðili því að greiða tæplega 30.000 á mánuði, á þessu 29 mánaða tímabili, það eru líka töluverðir peningar.”

Þá segir Gunnlaugur að umræðan um verðskrána sé alltaf erfið en verðskráin er ekki ákveðin af okkur (Eimskip - innsk. blaðamanns) sem erum að sinna þessu verkefni né heldur afsláttarkjör og fyrirkomulag afsláttakorta o.s.frv.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.