Handknattleikur:

Undan­keppni HM í Eyj­um

5.Febrúar'18 | 14:05
hrafnhildur_sku_st_sgg

Hrafnhildur Skúladóttir er annar þjálfara U-20 ára landsliðs kvenna. Ljósmynd/SGG

Það verður sann­kölluð hand­bolta­hátíð í Vest­manna­eyj­um dag­ana 22.–25. mars. Þá mun U-20 ára lið kvenna (f. 1998 og síðar) mæta til leiks í undan­keppni HM 2018 og etja kappi við Þýska­land, Makedón­íu og Lit­há­en.

Í frétta­til­kynn­ingu frá HSÍ seg­ir:

Sig­ur­veg­ar­inn trygg­ir sér far­seðil á HM í Ung­verjalandi sem fram fer 1.–15. júlí. Í ís­lenska liðinu eru efni­leg­ustu hand­bolta­kon­ur lands­ins sem marg­ar hverj­ar hafa slegið í gegn í Olís­deild­inni. Þjálf­ar­ar ís­lenska liðsins eru margreynd­ir af­reksþjálf­ar­ar, þau Stefán Arn­ar­son og Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir.

Að sögn þjálf­ara liðsins er mikið gleðiefni að fá að halda keppn­ina í Vest­manna­eyj­um sem ger­ir mögu­leika liðsins á móti sterk­um and­stæðing­um meiri en minni. Þýska­land og Makedón­ía voru bæði í loka­keppn­inni á síðasta Evr­ópu­móti sem haldið var í Slóven­íu, þar hafnaði hið geys­isterka þýska lið í 5. sæti en Makedón­ía í 16. sæti. Það er ljóst að við ramm­an reip er að draga en með stuðningi áhorf­enda í Eyj­um er allt hægt.

Tíma­setn­ing­ar leikja verða eft­ir­far­andi

23. mars.

Þýska­land – Lit­há­en kl. 17.00.

Makedón­ía – Ísland kl. 19.00.

24. mars.

Lit­há­en – Makedón­ía kl. 14.00.

Ísland – Þýska­land kl. 16.00.

25. mars.

Makedón­ía – Þýska­land kl. 10.30.

Ísland – Lit­há­en kl. 12.30.

 

Mbl.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.