Ólafur Elísson formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í viðtali

Tímaramminn er nokkuð þröngur

Sjálfstæðisflokkurinn raðar upp á framboðslista í lok mánaðarins

5.Febrúar'18 | 10:43
falkinn_baerinn

Þeir sem eiga sæti í fulltrúaráði fá að kjósa á milli framjóðenda hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Mynd/samsett

Þann 24. febrúar kemur í ljós hverjir munu skipa efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Þá velja þeir sem sæti eiga í fulltrúaráði flokksins á milli þeirra sem gefið hafa kost á sér í fimm efstu sætin.

Kjörnefndina skipa samkvæmt samþykkt fulltrúaráðsfundar: Ólafur Elísson, formaður, Arnar Sigurmundsson, Bragi Magnússon, Elsa Valgeirsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Ingólfur Jóhannesson og Silja Rós Guðjónsdóttir.

Eyjar.net ræddi við Ólaf Elísson, formann kjörnefndar um hvernig skuli staðið að kynningu á frambjóðendum og hvort að það sé eitthvert lágmark varðandi þátttöku.

,,Kjörnefnd hefur ekki tekið ákvörðun um sérstaka kynningu frambjóðenda.  Þá er það ekki á valdsviði kjörnefndar at setja einhverja lágmarksþátttöku frambjóðenda, en kosið verður i fyrstu 5 sæti listans.”

 

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri einnig með röðun

Athygli vekur að framboðsfrestur rennur út hér í Eyjum þann 20. febrúar og fer röðunin fram aðeins 4 dögum síðar. Til samanburðar var farin sama leið á Akureyri. Þar var samþykkt að fara slíka leið þann 22. nóvember og auglýst eftir framboðum þann 6. desember og rann framboðsfrestur út þann 9. janúar. Röðunin fór svo fram nú um helgina á Akureyri, en kynningarfundur þar var haldinn þann 30. janúar.

Er Ólafi var bent á þetta sagði hann: 

,,Já, það er rétt að tímaramminn er nokkuð þröngur hjá okkur hvað varðar að koma á sérstakum kynningarfundi fyrir frambjóðendur. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna markar þennan tímaramma, en það er ekkert útilokað í þessum efnum..  Akureyringarnir eru ca mánuði á undan okkur í vinnuferlinu, þannig að við erum ekki komin á sama stað í vinnuferlinu.”

Eyjar.net hefur sent fyrirspurnir á þá kjörnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ekki hafa gefið út hvort þeir hyggist gefa kost á sér í röðun flokksins um hvað þeir hyggist gera.

 

Samræmdar reglur um röðun.

Eyðublað til framboðs í röðun.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).