Snóker:

Akóges Olísmeistarar 2018

Magnús Steindórsson frá Akóges sigraði einstaklingskeppnina

4.Febrúar'18 | 10:19
sveit_akoges_olis_cr

Akógesmenn með Olísbikarinn.

Olísmótið í snóker sem hefur verið í gangi síðustu vikur kláraðist á föstudagskvöldið. Mótið er klúbbakeppni á milli Kiwanis, Akóges og Oddfellow.

Undanúrslit í einstaklingskeppni Olísmótsins voru leikin fimmtudaginn sl. og þar mættust Heiðar Egilsson frá Kiwanis og Albert Sævarsson frá Oddfellow og spiluðu þeir um hver myndi mæta Magnúsi Steindórssyni frá Akóges í úrslitaleik en Magnús var með besta árangur einstaklings í þessu móti. Heiðar hóf leik af miklum krafti og sigraði fyrsta og annann ramma en Albert var seigur og kom til baka og sigraði næstu þrjá ramma og tryggði sér sigurinn og þar með sæti í úrslitum. 
 
Úrslit í einstaklingskeppni Olísmótsins voru síðan leikin á föstudaginn sl. og þar voru mættir til leiks Magnús Steindórsson frá Akóges og Albert Sævarsson frá Oddfellow og hófu þeir leik kl 19.30 að viðstöddum fjölda áhorfenda. Magnús fór betur af stað í fyrsta ramma en Albert hafði sigur á seiglunni og komst í forystu,  Magnús tryggði sér síðan sigur í öðrum ramma og jafnaði. Í þriðja ramma var mikið strögl og varnarspilamennska og tryggði Magnús sér sigur eftir langa baráttu. Magnús tryggði sér síðan sigur í fjórða ramma og þar með sigurinn með þremur römmum gegn einum ramma Alberts. 

Það var síðan Erla Guðmundsdóttir umboðmaður Olís sem veitti verðaunin með dyggri aðstoð Sigurðar Þórs starfsmanns Olís í Vestmannaeyjum til margra ára, segir á heimasíðu keppninnar þar sem sjá má frekari upplýsingar auk fleiri mynda.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%