Arnar Sigurmundsson:

Sjáum fyrir okkur meira frumkvæði milli fyrirtækja

í Þekkingarsetri Vestmannaeyja

1.Febrúar'18 | 07:02
IMG_8543

Arnar og Elliði sitja í stjórn ÞSV. Þeir tóku á móti gestum í nýjum húsakynnum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á föstudaginn sl. flutti Þekkingarsetur Vestmannaeyja ásamt samstarfsfyrirtækjum og stofnunum starfsemi sína í nýtt húsnæði. Eyjar.net ræddi við Arnar Sigurmundsson, varaformann stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja af þessu tilefni.

„Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun með 36 stofnaðilum var komið á fót 23. janúar 2008, eða fyrir réttum 10 árum. Aðdragandinn að flutningi í nýtt húsnæði hófst fljótlega eftir stofnun ÞSV 2008 og voru skoðaðir möguleikar á nýbyggingu á hafnarsvæðinu, stækkun Strandvegs 50, efri hæðin í Miðstöðvarhúsinu að Strandvegi 30 og loks 2. hæðin að Ægisgötu 2 – vesturhúsi Fiskiðjunnar en allt húsið  var þá komið í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær er eigandi 1.2. og 3. hæðar hússins, en Eyjablikk er að byggja nokkrar íbúðir á 4. hæð.” sagði Arnar m.a í ræðu sinni við opnun hússins.  

Uppá á hvaða möguleika býður þetta nýja og glæsilega húsnæði ?

Nýja húsnæðið hjá ÞSV sem er rúmlega 1000 fermetrar á einu gólfi býður upp á nánara samstarf  hjá fyrirtækjum, stofnunum og frumkvöðlum í Eyjum. Það er ekki spurning, en gott húsnæði er eitt og öflugt frumkvæði og frumkvöðlastarf er annað. Þegar fyrirtæki og stofnanir hafa komið sér vel fyrir í húsnæðinu sjáum við fyrir okkur meira frumkvæði milli fyrirtækja í ÞSV og annara fyrirtækja og frumkvöðla  sem í í nokkrum tilvikum getur það orðið vísir að klasamyndum um ákveðin verkefni í samstarfi þessara aðila. 

Hver er kostnaður Þekkingarseturs Vm. við þessar framkvæmdir ?

Þekkingarsetur Vm. tekur alla 2.  hæðina   sem er 1.040 fermetrar tilbúinni  til  leigu hjá Vestmannaeyjabæ til 25 ára. ÞSV framleigir síðan 12 samstarfsaðilum hæðina en nýtir sjálft tæplega 20%  af hæðinni til eigin starfsemi. Útgjöld ÞSV vegna flutninga af Strandvegi 50 felast m.a. í kaupum á nýjum skrifstofubúnaði og það sama gildir um flesta aðra leigutaka á hæðinni. Þá hefur mikil vinna starfsmanna ÞSV snúist um þessar miklu framkvæmdir, en þær hafa staðið í rúmlega eitt ár.

Um 400 gestir komu í heimsókn í ÞSV um opnunarhelgina

Mikil fjöldi gesta heimsótti nýja húsnæðið hjá Þekkingarsetri Vm., samstarfsfyrirtækja  og  stofnana á vígsludaginn 26. Jan. sl. og í opnu húsi laugardaginn   27. Jan. sl.   Arnar Sigurmundsson taldi að heildarfjöldi hefði verið um 400 manns um opnunarhelgina.  Að hans sögn voru gestir sem voru langflestir heimamenn, almennt  mjög ánægðir með nýja húsnæðið  og þá ekki síst þeir fjölmörgu  sem áður höfðu starfað í Fiskiðjunni í lengri eða skemmri tíma.

Eftirtaldir aðilar verða með starfsemi á 2. hæð hússins:

Þekkingarsetur Vestmannaeyja,  Mannvit, verkfræðistofa, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Huginn ehf., útgerðarfélag,  KPMG, endurskoðun, Viska , fræðsla og símenntun, Matis ohf.  , Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands,  Hafrannsóknastofnun, Rannsóknaþjónusta Vm. ehf., og Náttúrustofa Suðurlands.  Heildarfjöldi starfsfólks á hæðinni í kringum 25 manns.

Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni og af nýju húsakynnunum.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.