Jóhannes hættir í stjórn KSÍ - Ingi býður sig fram

30.Janúar'18 | 07:56
ingi_joi

Jóhannes og Ingi. Mynd/úr safni

Jóhannes Ólafsson sem setið hefur í stjórn KSÍ síðustu árin mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Ingi Sigurðsson hefur tilkynnt um að hann gefi kost á sér í aðalstjórn KSÍ. Ingi er vel þekktur innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hefur starfað lengi fyrir ÍBV.

Ársþing KSÍ fer fram 10. febrúar nk. Hér fyrir neðan má sjá þá sem eru í framboði til aðalstjórnar KSÍ:

  • Ásgeir Ásgeirsson, Reykjavík
  • Gísli Gíslason, Akranesi
  • Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Akranesi
  • Ingi Sigurðsson, Vestmannaeyjum
  • Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík
  • Ríkharður Daðason, Reykjavík
  • Rúnar V. Arnarson, Reykjanesbæ
  • Sigmar Ingi Sigurðarson, Kópavogi
  • Valdimar Leó Friðriksson, Mosfellsbæ
  • Valgeir Sigurðsson, Garðabær

Af þessum 10 frambjóðendum eru þrír sem sitja í stjórn KSÍ, en kosið er um fjögur laus sæti í aðalstjórn KSÍ.  

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.