Guðni Hermansen og Hefnd Helgafells

30.Janúar'18 | 06:59
DSCF0631-001

Ljósmyndir/Gísli Pálsson

Það var ánægjulegt að sjá hversu margir lögðu leið sína í Einarsstofu sl. laugardag er boðið var upp á dagskrá til heiðurs Guðna Hermansen. Tilefnið var vegleg gjöf Jóhönnu Hermannsdóttur á einu þekktasta málverki Guðna, Hefnd Helgafells. 

Myndina málaði Guðni 1971 og var þar að mótmæla malartöku í Helgafelli með þessum áhrifaríka hætti. Dagskráin hófst með því að Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss ræddi um málverkið og sérstöðu þess og að því búnu flutti Helgi Bernódusson erindi um Guðna,

Hefnd Helgafells og Jóhönnu. Helgi Hannesson flutti kveðju móður sinnar, las upp gjafabréf frá henni og afhjúpaði listaverkið áður en Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar, veitti verkinu formlega móttöku. Hermann Einarsson flutti tölu um Guðna en þeir voru miklir vinir áratugum saman.

Að lokum sýndi Gísli Pálsson syrpu ljósmynda sem teknar voru á ferðalagi málverksins yfir hafið og Kári kynnti sýningu sem þeir Hermann og Listvinir Safnahúss tóku saman í tilefni afhendingarinnar og kölluðu Helgafell Guðna. Var um að ræða valin málverk Guðna af Helgafelli sem voru lánuð úr einkaeigu. Elsta verkið á sýningunni var frá 1948 en hið yngsta frá því eftir 1980. Eins og Kári sagði við lok dagskrárinnar þá á þetta einstaka listaverk hvergi betur heima en í Eyjum. Með fylgja nokkrar myndir af þessum vel heppnaða degi í Safnahúsinu.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.