Bíða frétta af mælingum Hafró

30.Janúar'18 | 13:41
Sigurdur_alsey

Loðnuflotinn er nú að mestu leiti í höfn og bíður fregna frá Hafrannsóknastofnun. Mynd/TMS

Loðnuflotinn liggur nú að mestu í landi. Útgerðin bíður frétta af loðnumælingum Hafrannsóknastofnunar og því hvort loðnukvótinn verði aukinn. Leiðangri rannsóknarskipanna lýkur í kvöld eða nótt.

Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq eru nú við mælingar undan Langanesi. Vika er síðan þau héldu af stað í seinni umferð mælinga á loðnustofninum.

Erfitt að segja til um hvenær niðurstaðan er ljós

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að leiðangri skipanna sé að ljúka. „Væntanlega klárast yfirferðin í kvöld eða nótt. Þá byrjar þessi hefðbundna vinna að sameina gögnin eins fljótt og hægt er og keyra þetta allt saman áður en hægt er að segja nokkuð. Og hversu langan tíma það tekur er mjög erfitt fyrir okkur að segja svona fyrirfram.“  Ruv.is greinir frá.

„Þetta hefur gengið mjög vel“

Þorsteinn segir að leiðangurinn hafi tekist vel og búið sé að fara nákvæmlega yfir svæði frá Vestfjarðamiðum og suður með Austfjörðum. Og auk gagna frá skipunum þremur hafi gagnlegar upplýsingar borist frá íslenskum og norskum loðnuskipum og einnig togurum. „Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og yfirferðin er mjög góð,“ segir hann. 

Skilur óþolinmæði útgerðarinnar

Loðnuflotinn er nær allur í landi og svo virðist sem hlé hafi verið gert á veiðunum því lítið er eftir af upphafskvóta þeim sem gefinn var út í haust. Útgerðirnar bíða því með óþreyju eftir niðurstöðum úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar og því hvort og þá hversu mikið kvótinn verði aukinn. „Já, auðvitað skiljum við óþolinmæðina,“ segir Þorsteinn. „En við erum að vinna eins hratt og við getum og menn verða líka að sýna okkur þá þolinmæði að bíða eftir þeim niðurstöðum sem við getum staðið við.“

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.