Fréttatilkynning:

Innviðir, náttúra og samfélag í brennidepli á Suðurlandi

28.Janúar'18 | 10:19
ferdamenn

Ferðamenn nýkomnir til Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Opinn íbúafundur um framtíðarþróun ferðamála í tengslum við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Suðurlandi verður haldinn á morgun, 29.janúar kl. 17.00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. 

Vinna við mótun framtíðarsýnar ferðaþjónustu á Suðurlandi er á góðu skriði. Samfélagsmál brenna á íbúum og hagaðilum á svæðinu sem vilja að við vinnuna sé hugað að málum sem snerta náttúru, samfélagið og ferðaþjónustu. Opnir fundir verða á Suðurlandi í janúar og febrúar, en þar geta áhugasamir haft áhrif á þessa vinnu.

Vinnufundir vegna áfangastaðaáætlunar
Síðastliðið haust voru haldnir vinnufundir vegna áfangastaðaáætlunar á Suðurlandi. Markmið fundanna var að greina stöðu ferðaþjónustu á Suðurlandi, móta framtíðarsýn svæðisins og skilgreina markmið sem þyrfti að ná til að framtíðarsýnin yrði að veruleika.

Áhersla á innviði, náttúru og samfélag
Áður en farið var af stað með vinnufundina fóru verkefnisstjórar áfangastaðaáætlunar á Suðurlandi um svæðið og hittu aðila í vinnuhópum og hagaðila til að heyra hvað fólki væri helst hugleikið. Það sem helst kom til tals var stjórnkerfið, innviðir, náttúran, ímynd, gæði, samtal, samvinna og samfélagið. Þessi atriði mynduðu umræðuramma á fundum vinnuhópanna.

Á fundum vinnuhópanna var rætt um þörf á virkri stefnu og stefnumótun, skýru og virku regluverki, markvissri uppbyggingu og góðri samvinnu. Þá var lögð áhersla á mikilvægi gæðamála og góðri upplýsingagjöf og fræðslu. Einnig var rætt um mikilvægi innviða, til dæmis að bæta þyrfti vegakerfið og sinna viðhaldi, að það þyrfti að huga að uppbyggingu á áningarstöðum, að íbúar fyndu fyrir jákvæðum áhrifum af ferðaþjónustu og að við skipulag grunnþjónustu væri tekið tillit til þeirra fjölda gesta sem nýttu sér ferðaþjónusta í viðbót við íbúana. Síðast en ekki síst var lögð áhersla á bæði náttúruvernd og gott aðgengi að náttúrunni.

Opnir fundir í janúar og febrúar
Á grundvelli þessara umræðna verður framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi skilgreind. Í janúar og febrúar mun þessi vinna halda áfram og verða þá haldnir opnir fundir á Suðurlandi, þar sem íbúum gefst tækifæri til að koma sínum hugleiðingum á framfæri.

Opnir fundir verða eftirfarandi:
• 24. janúar: Austursvæði (Sveitarfélagið Hornafjörður), Nýheimum á Höfn, kl. 20:00
• 29. janúar: Miðsvæði (Vestmannaeyjar), Þekkingarsetri Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum, kl. 17:00
• 31. janúar: Vestursvæði (Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra, Tryggvaskála á Selfossi, kl. 18:00
• 5. febrúar: Miðsvæði (Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur), Midgard á Hvolsvelli, kl. 20:00
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.