Sig­ríður Lára með liðagigt

25.Janúar'18 | 08:07
sisi_lara_eyjar_net

Sigríður Lára var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2016. Ljósmynd/SGG

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur greinst með liðagigt. Þessi 23 ára gamla Eyja­kona er byrjuð í lyfjameðferð sem ætl­un­in er að taki 3 vik­ur, og er vongóð um að eft­ir það muni þessi sjúk­dóm­ur ekki hafa áhrif á knatt­spyrnu­fer­il­inn.

Sig­ríður Lára, sem lék 11 A-lands­leiki á síðasta ári og þar á meðal tvo leiki á EM í Hollandi, gat vegna veik­ind­anna ekki farið með ís­lenska landsliðinu til Spán­ar þar sem liðið mætti Nor­egi í vináttu­lands­leik í vik­unni. Mbl.is greindi fyrst frá.

Hún seg­ist fyrst hafa farið að finna fyr­ir ein­kenn­um liðagigt­ar­inn­ar í sept­em­ber á síðasta ári, og þau hafi svo auk­ist síðustu mánuði:

„Þetta lýs­ir sér þannig að það er stíf­leiki og mikl­ar bólg­ur í liðum lík­am­ans. Þetta var eig­in­lega komið í liði um all­an lík­ama hjá mér; í mjöðminni, hnjám, hönd­um og svona. Ég var orðin svo slæm fyr­ir þessa ferð til Spán­ar að ég gat ekk­ert farið með,“ sagði Sig­ríður Lára, eða Sísí eins og hún er jafn­an kölluð, við Morg­un­blaðið í gær.

„Ég er með mjög góðan lækni og er kom­in í lyfjameðferð. Fyrsta lyfja­gjöf­in var í gær [í fyrra­dag] og ég er bara ótrú­lega góð eft­ir hana. Von­andi get ég bara farið aft­ur út á völl­inn sem fyrst. Ég mun fara í lyfja­gjöf viku­lega núna næstu þrjár vik­urn­ar, en svo skilst mér að ég þurfi að mæta í lyfja­gjöf á átta vikna fresti eig­in­lega til æviloka, til að halda þessu niðri,“ sagði Sig­ríður Lára.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).