16 fyrirtæki frá Eyjum á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

25.Janúar'18 | 09:32
IMG_6961

Sjávarútvegsfyrirtækin skora hæst af eyjafyrirtækjunum á listanum. Ljósmynd/TMS

Creditinfo kynnti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2017. Alls eru 868 fyrirtæki sem komast á listann. Þar af eru 16 fyrirtæki frá Vestmannaeyjum. Eyjar.net birtir hér listann yfir öll eyjafyrirtækin á listanum.

Fyrirtækjunum er skipt í þrjá flokka eftir stærð: stór fyrirtæki (eignir yfir 1.000 milljónum króna), meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1.000 milljónir króna) og lítil fyrirtæki (eignir 90-200 milljónir króna).

Ísfélagið efst í hópi eyjafyrirtækja

Ísfélag Vestmannaeyja hf. skorar hæst af fyrirtækjunum frá Eyjum og er í 23. sæti. Vinnslustöðin hf. er í 32. sæti. Þriðja efsta Eyjafyrirtækið er útgerðarfélagið Ós ehf. í 74. sæti, Huginn er í 153. sæti og Skipalyftan er í sæti 214. 

Hafnareyri er í sæti 284, Bergur ehf er númer 287 á listanum, Frár er í sæti 330, Bylgja VE er í sæti númer 522, Miðstöðin í sæti 524, Faxi ehf í 546 og Vélaverkstæðið Þór er í sæti númer 571.

Í sæti 588 er Krissakot ehf, Einsi Kaldi er í sæti 676, Þekkingarsetrið er í 718 sæti. Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja er í 749. sæti. 

Samherji í fyrsta sæti

Samherji hf. trónir efstur á lista stóru fyrirtækjanna, Eignarhaldsfélagið Randver ehf. á lista meðalstórra fyrirtækja og fasteignasalan Eignamiðlunin ehf. á lista lítilla fyrirtækja.

Þegar öllum 868 fyrirtækjum í stærðarflokkunum þremur er raðað upp í lista eru eftirtalin félög í tíu efstu sætum:

  1. Samherji hf.
  2. Félagsbústaðir hf.
  3. Icelandair Group hf.
  4. Marel hf.
  5. Icelandair ehf.
  6. Össur hf.
  7. Síldarvinnslan hf.
  8. Reginn hf.
  9. EIK fasteignafélag hf.
  10. Hagar hf.

Til að komast inná lista um framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Ársreikningi skilað á réttum tíma.
Lánshæfisflokkur er 1-3.
Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
Framkvæmdastjóri skráður í hlutafélagaskrá.
Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
Eignir að minnsta kosti 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 og 2014.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).