16 fyrirtæki frá Eyjum á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

25.Janúar'18 | 09:32
IMG_6961

Sjávarútvegsfyrirtækin skora hæst af eyjafyrirtækjunum á listanum. Ljósmynd/TMS

Creditinfo kynnti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2017. Alls eru 868 fyrirtæki sem komast á listann. Þar af eru 16 fyrirtæki frá Vestmannaeyjum. Eyjar.net birtir hér listann yfir öll eyjafyrirtækin á listanum.

Fyrirtækjunum er skipt í þrjá flokka eftir stærð: stór fyrirtæki (eignir yfir 1.000 milljónum króna), meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1.000 milljónir króna) og lítil fyrirtæki (eignir 90-200 milljónir króna).

Ísfélagið efst í hópi eyjafyrirtækja

Ísfélag Vestmannaeyja hf. skorar hæst af fyrirtækjunum frá Eyjum og er í 23. sæti. Vinnslustöðin hf. er í 32. sæti. Þriðja efsta Eyjafyrirtækið er útgerðarfélagið Ós ehf. í 74. sæti, Huginn er í 153. sæti og Skipalyftan er í sæti 214. 

Hafnareyri er í sæti 284, Bergur ehf er númer 287 á listanum, Frár er í sæti 330, Bylgja VE er í sæti númer 522, Miðstöðin í sæti 524, Faxi ehf í 546 og Vélaverkstæðið Þór er í sæti númer 571.

Í sæti 588 er Krissakot ehf, Einsi Kaldi er í sæti 676, Þekkingarsetrið er í 718 sæti. Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja er í 749. sæti. 

Samherji í fyrsta sæti

Samherji hf. trónir efstur á lista stóru fyrirtækjanna, Eignarhaldsfélagið Randver ehf. á lista meðalstórra fyrirtækja og fasteignasalan Eignamiðlunin ehf. á lista lítilla fyrirtækja.

Þegar öllum 868 fyrirtækjum í stærðarflokkunum þremur er raðað upp í lista eru eftirtalin félög í tíu efstu sætum:

  1. Samherji hf.
  2. Félagsbústaðir hf.
  3. Icelandair Group hf.
  4. Marel hf.
  5. Icelandair ehf.
  6. Össur hf.
  7. Síldarvinnslan hf.
  8. Reginn hf.
  9. EIK fasteignafélag hf.
  10. Hagar hf.

Til að komast inná lista um framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Ársreikningi skilað á réttum tíma.
Lánshæfisflokkur er 1-3.
Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
Framkvæmdastjóri skráður í hlutafélagaskrá.
Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
Eignir að minnsta kosti 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 og 2014.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.