Vinnslustöðin:

Bauð fyrrverandi starfsmönnum til þorrablóts

24.Janúar'18 | 06:55
vsv_litil

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS

Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum félagsins til þorrablóts í Akoges á bóndadaginn. Hópurinn átti þar skínandi góða samverustund. Þetta er í fyrsta sinn sem VSV kallar saman fyrrum starfsmenn til að blóta þorra. 

Í ljósi reynslunnar eru meiri líkur en minni á því að hliðstætt samkomuhald verði endurtekið að ári, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binni, ávarpaði gesti og spjallaði einkum um það sem félagið sýslar við í Japan nú um stundir, þ.e.a.s. kaupin á eignarhlut í Okada Suisan, langstærsta fyrirtækis í framleiðslu loðnuafurða þar í landi með tilheyrandi áhrifum á starfsemi VSV heima og heiman.

Þá mætti Ívar Atlason, tæknifræðingur og sviðsstjóri hjá HS veitum, og flutti sagnaþátt sem hann tók saman um Gísla J. Johnsen, þann merka verslunar- og útvegsbónda (1881-1965). Gísli J. var sannkallaður frumkvöðull og athafnamaður. Hann lét smíða og flytja til Eyja fyrsta vélknúna fiskibátinn árið 1904 og smíða síðar skipið Heimaey með loftskeytatækjum sem hvergi voru annars staðar til í íslenskum vélbáti.

Þór Vilhjálmsson sá um að undirbúa þorrablótið og hélt utan um framkvæmd þess fyrir hönd VSV. Hann segir að gestir hafi farið glaðir heim að blóti loknu, mettir af mat og drykk en ekki síður ánægðir með það andlega veganesti sem þeir fengu í fróðlegum erindum Ívars og Binna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.