Vinnslustöðin:

Bauð fyrrverandi starfsmönnum til þorrablóts

24.Janúar'18 | 06:55
vsv_litil

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS

Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum félagsins til þorrablóts í Akoges á bóndadaginn. Hópurinn átti þar skínandi góða samverustund. Þetta er í fyrsta sinn sem VSV kallar saman fyrrum starfsmenn til að blóta þorra. 

Í ljósi reynslunnar eru meiri líkur en minni á því að hliðstætt samkomuhald verði endurtekið að ári, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binni, ávarpaði gesti og spjallaði einkum um það sem félagið sýslar við í Japan nú um stundir, þ.e.a.s. kaupin á eignarhlut í Okada Suisan, langstærsta fyrirtækis í framleiðslu loðnuafurða þar í landi með tilheyrandi áhrifum á starfsemi VSV heima og heiman.

Þá mætti Ívar Atlason, tæknifræðingur og sviðsstjóri hjá HS veitum, og flutti sagnaþátt sem hann tók saman um Gísla J. Johnsen, þann merka verslunar- og útvegsbónda (1881-1965). Gísli J. var sannkallaður frumkvöðull og athafnamaður. Hann lét smíða og flytja til Eyja fyrsta vélknúna fiskibátinn árið 1904 og smíða síðar skipið Heimaey með loftskeytatækjum sem hvergi voru annars staðar til í íslenskum vélbáti.

Þór Vilhjálmsson sá um að undirbúa þorrablótið og hélt utan um framkvæmd þess fyrir hönd VSV. Hann segir að gestir hafi farið glaðir heim að blóti loknu, mettir af mat og drykk en ekki síður ánægðir með það andlega veganesti sem þeir fengu í fróðlegum erindum Ívars og Binna.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).