Knattspyrna:

„Gam­an að UEFA horfi til Vest­manna­eyja“

24.Janúar'18 | 14:49
heimir

Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ari.

„Við erum hrika­lega stolt af því að vera í hópi 12 bestu liða í Evr­ópu og það sýn­ir svart á hvítu hvernig staðan á okk­ur er,“ sagði Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ari í knatt­spyrnu, við mbl.is eft­ir að dregið var í nýja Þjóðadeild evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. 

Ísland er í A-deild, þeirri efstu af fjór­um, og er í riðli með Belg­íu og Sviss.

All­ir ofboðslega ánægðir með fyr­ir­komu­lagið

Um nýja keppni er að ræða hjá UEFA sem kem­ur að mest­um hluta í stað venju­legra vináttu­lands­leikja. Þjóðadeild­in er auk þess eins kon­ar „vara­leið“ í loka­keppni EM 2020. Hefðbund­in und­an­keppni verður fyr­ir EM, þar sem 20 lið kom­ast áfram úr 10 riðlum. Þá verða fjög­ur sæti eft­ir, eitt fyr­ir hverja deild Þjóðadeild­ar­inn­ar. 

„Það er al­veg sama við hvern ég hef talað, hvort sem það eru þjálf­ar­ar stærri eða minni þjóðanna; það eru all­ir ofboðslega ánægðir með þetta. Vináttu­leik­ir sem sér­stak­lega minni þjóðirn­ar eiga í erfiðleik­um með að næla í eru úr sög­unni og í staðinn færðu jafn­ingja­leiki,“ sagði Heim­ir og kom með skemmti­lega sam­lík­ingu úr yngri flokk­un­um hér á landi:

„Það er gam­an að sjá að UEFA horfi til Vest­manna­eyja; þetta er svona risa­stórt Orku-mót. Þú færð að spila við jafn­ingja og það er það sem er gam­an. Minni þjóðirn­ar eiga mögu­leika á að kom­ast í loka­keppni EM og ég held að þetta sé bara gott fyr­ir alla.“

 

Mbl.is greindi frá. Allt viðtalið við Heimi má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.