Þjónustukönnun Gallup í heild sinni

23.Janúar'18 | 06:43

Eyjar.net fjallaði um þjónustukönnun Gallup fyrir helgi en árlega gerir Gallup þessa könnun í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Markmið könnunar ,,Að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.“

Stutt er síðan Eyjar.net óskaði eftir aðgangi að könnun fyrir árið 2016 og fjallaði um hana. Við yfirferð Eyjar.net fyrir helgi kom í ljós að um sérsniðna samandregna útgáfu var að ræða sem var einungis 6 síður. Eyjar.net hefur nú fengið nýja útgáfu í hendur sem er 20 síður, þar kemur fram að könnunin var gerð 3. nóvember – 17. desember 2017, um var að ræða síma- og netkönnun en fjöldi svara var 161.

Svörum fækkar á milli ára en árið áður voru 181 svör á bak við könnunina. Hafa ber í huga að síðasti kjörskrástofn í Vestmannaeyjum var 3.161 manns og því einungis rétt rúm 5% þeirra sem hafa kosningarrétt í sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabær bætir við sig í flestum þáttum milli ára og er marktækur munur skv. framkvæmdaaðila í fimm þáttum: Þjónustu grunnskóla, þjónustu við eldri borgara, þjónusta við barnafjölskyldur, þjónusta við fatlað fólk og skipulagsmál almennt. Aðstaða til íþróttaiðkunar fær áfram bestu einkunn af þjónustuþáttum sveitarfélagsins og þrír þættir eru undir meðaltali sveitarfélaga.

Eyjar.net hvetur lesendur til að skoða könnunina í heild sinni sem sýnir þróun frá 2009 og vísbendingu um stöðu mála í samfélaginu. Þegar ný og stærri útgáfa af niðurstöðum hefur verið skoðuð kemur í ljós að bak við bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudag þar sem segir að ,,70% bæjarbúa eru ánægð með störf bæjarstjóra“ eru það alls um 85 einstaklingar sem mynda þessa ánægju. Þegar ,,73% bæjarbúa eru ánægð með störf bæjarstjórnar“ eru það alls um 88 einstaklingar sem mynda þessa ánægju.

Til samanburðar lét Eyjar.net gera fyrir sig símakönnun um viðhorf til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum í lok árs 2017 þar sem fjöldi svarenda var 507 einstaklingar.

Hér má sjá nýju þjónustukönnun Gallup í heild sinni.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.