Þjónustukönnun Gallup í heild sinni

23.Janúar'18 | 06:43

Eyjar.net fjallaði um þjónustukönnun Gallup fyrir helgi en árlega gerir Gallup þessa könnun í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Markmið könnunar ,,Að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.“

Stutt er síðan Eyjar.net óskaði eftir aðgangi að könnun fyrir árið 2016 og fjallaði um hana. Við yfirferð Eyjar.net fyrir helgi kom í ljós að um sérsniðna samandregna útgáfu var að ræða sem var einungis 6 síður. Eyjar.net hefur nú fengið nýja útgáfu í hendur sem er 20 síður, þar kemur fram að könnunin var gerð 3. nóvember – 17. desember 2017, um var að ræða síma- og netkönnun en fjöldi svara var 161.

Svörum fækkar á milli ára en árið áður voru 181 svör á bak við könnunina. Hafa ber í huga að síðasti kjörskrástofn í Vestmannaeyjum var 3.161 manns og því einungis rétt rúm 5% þeirra sem hafa kosningarrétt í sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabær bætir við sig í flestum þáttum milli ára og er marktækur munur skv. framkvæmdaaðila í fimm þáttum: Þjónustu grunnskóla, þjónustu við eldri borgara, þjónusta við barnafjölskyldur, þjónusta við fatlað fólk og skipulagsmál almennt. Aðstaða til íþróttaiðkunar fær áfram bestu einkunn af þjónustuþáttum sveitarfélagsins og þrír þættir eru undir meðaltali sveitarfélaga.

Eyjar.net hvetur lesendur til að skoða könnunina í heild sinni sem sýnir þróun frá 2009 og vísbendingu um stöðu mála í samfélaginu. Þegar ný og stærri útgáfa af niðurstöðum hefur verið skoðuð kemur í ljós að bak við bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudag þar sem segir að ,,70% bæjarbúa eru ánægð með störf bæjarstjóra“ eru það alls um 85 einstaklingar sem mynda þessa ánægju. Þegar ,,73% bæjarbúa eru ánægð með störf bæjarstjórnar“ eru það alls um 88 einstaklingar sem mynda þessa ánægju.

Til samanburðar lét Eyjar.net gera fyrir sig símakönnun um viðhorf til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum í lok árs 2017 þar sem fjöldi svarenda var 507 einstaklingar.

Hér má sjá nýju þjónustukönnun Gallup í heild sinni.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).