45 ár frá upphafi Heimaeyjargoss

23.Janúar'18 | 15:13
Eldgosid_hofnin

Í dag eru fjörtíu og fimm ár frá því eldgos hófst á Heimaey.

Í dag eru fjörtíu og fimm ár frá því eldgosið hófst á Heimaey. Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973 og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar gosið er rifjað upp. 

Á vefnum heimaslod.is segir m.a þegar að loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason bað vin sinn Ólaf Gränz að koma í miðnæturgöngutúr rétt áður en gosið hófst. Löbbuðu þeir félagar vanalegan rúnt, með bryggjunni, ströndinni, í átt að Kirkjubæ og svo upp á Helgafell. Hin tilkomumesta sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn af toppi Helgafells. Jörðin hreinlega opnaðist og eldtungur skutust upp á yfirborðið. Á sama tíma var hringt í lögregluna og henni tilkynnt að jarðeldur væri kominn upp austan Kirkjubæjar. Vantrúuð lögreglan fór á stjá og sá strax hvað var í gangi. Gos var þá hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist mjög á fyrstu mínútunum. Fólk var þá vaknað í austurbænum og byrjað að vekja nágranna. Var þá kveikt á brunalúðrum, og á innan við klukkutíma frá upphafi gossins var bærinn vaknaður og streymdi fólk niður á bryggju. Flestum ber saman um að upphaf gossins hafi verið þegar klukkuna vantaði um fimm mínútur í tvö.

Flestir bæjarbúar voru sofandi á þessum tíma, en Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz voru eins og áður segir í miðnæturgöngu. Þeir voru því með þeim fyrstu sem sáu eldinn. Í fyrstu töldu þeir að eldur hefði komið upp í austustu húsunum í bænum, en þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þarna var að gerast, sneru þeir við og hlupu heim til að vekja konur sínar og börn.

Nánari lýsingar frá gosinu má lesa hér.

Hér má sjá dagskrá í tilefni dagsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is