Vetrarnótt í Vestmannaeyjum

22.Janúar'18 | 06:48

Á morgun, þriðjudaginn 23. janúar verða 45 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Vetrarnótt er viðburður þar sem bæjarbúum er boðið að koma saman í tilefni tímamótanna og minnast þessarar örlagaríku nætur.

Allir viðburðir eru opnir.


15:00-18:00 
ELDHEIMAR
Forsýning á myndinni „Eldheimar verða til“ eftir Jón Karl Helgason. Myndin rúllar á 25 mínútna fresti. 

16:00
EYMUNDSSON
Kristín Jóhannsdóttir kynnir og segir frá nýútkominni bók sinni „Ekki gleyma mér“ sem sló í gegn fyrir jólin.

18:45
LANDAKIRKJA
Prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson stýra hugvekju og Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar nokkur valin lög.

19:30
Gengið frá Landakirkju og niður Kirkjuveg. Í fararbroddi verða kyndilberar göngunnar, Eyjamenn úr árgangi 1973, ásamt Lúðrasveitinni. Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur heiðursvörð.

20:00
GAMLA HÖLLIN VIÐ VESTMANNABRAUT
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, ávarpar gesti.
Guðni Hjálmarsson, prestur, fer með bæn.
Karlakór Vestmannaeyja syngur.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, ásamt þeim Kjartani Valdimars- syni og Óskari Guðjónssyni, spila hugljúfa tóna.
Viðtöl við nokkra skipstjóra sem sigldu með fólk á brott gosnóttina 1973 sýnd á tjaldi.
Blítt og Létt hópurinn heldur uppi Eyjastemningu ásamt þeim Geir Jóni Þórissyni og Þórhalli Barðasyni.

 


Laugardagurinn 27. janúar 
13:00
EINARSSTOFA
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, tekur formlega á móti málverkinu „Hefnd Helgafells“ frá 1971 eftir Guðna Hermansen. Verkið gefur Jóhanna Hermannsdóttir en Helgi Bernódusson, skrifstofu-stjóri Alþingis, mun rekja sögu þess.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).