Myndband

Loðnubræðsla FIVE í Heimaeyjargosinu 1973

22.Janúar'18 | 06:38
gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j

Skjáskot úr innslaginu. Sigva/SJ.

Innslag sem sýnt var á tónleikunum „Eyjan mín bjarta - 45 ár frá gosi“ í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn laugardag. Fjallað er um æðruleysi og lífsbaráttu Eyjamanna sem dvöldu í Eyjum í gosinu sem hófst 23. jan. 1973. 

Rætt er við Braga Steingrímsson, Sigurgeir Jónasson og Eddu Andrésdóttur sem öll dvöldu í Eyjum um lengri eða skemmri tíma í gosinu. Bragi starfaði sem járnsmiður í Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja (FIVE), Sigurgeir sem ljósmyndari fyrir Morgunblaðið og Edda sem blaðamaður fyrir Vísi. Við handritsgerð var stuðst við grein Atla Rúnars Halldórssonar um loðnubræðslu í gosinu sem birt var í 60 ára afmælisriti Vinnslustöðvarinnar 2006. Birt er brot úr viðtali við Harald Gíslason, þáverandi framkvæmdastjóra FIVE, úr heimildarmynd BBC um eldgosið í Vestmannaeyjum.

Viðtöl: Bjarni Ólafur Guðmundsson og Sighvatur Jónsson - Samsetning: Sighvatur Jónsson - Tónlist: Birgir Nielsen og Ágúst Óskar Gústafsson - Myndefni: Dr. Peter Everst, RÚV, Guðmundur Ásbjörnsson, Sigurgeir Jónasson og Sigurður K. Árnason - Framleitt í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.