Eyjamaður dansk­ur bikar­meist­ari í ís­hokkí

Hetja dönsku bikar­meist­ar­anna fagnaði með ís­lenska fán­ann í hendi

22.Janúar'18 | 13:19
henry_ishokky

Ljós­mynd/​Face­book

Henry Kristó­fer Harðar­son varð um helg­ina dansk­ur bikar­meist­ari í ís­hokkí með liði sínu Aal­borg Pira­tes. Íslend­ing­ur­inn átti stór­an þátt í titl­in­um með frammistöðu sinni í úr­slita­leikn­um gegn Rungsted.

Ekki er víst að nafn Henrys, sem fædd­ur er í Vest­manna­eyj­um, sé ís­lensku íþrótta­áhuga­fólki kunn­ugt en hann flutt­ist ung­ur að árum til Kaup­manna­hafn­ar og tók snemma þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í ís­lensk landslið, held­ur aðeins dönsk. Taug­arn­ar til Íslands eru hins veg­ar sterk­ar og í um­fjöll­un danska vef­miðils­ins Faceoff.dk um úr­slita­leik­inn seg­ir að „ís­lenski vík­ing­ur­inn“ hafi fagnað bikar­meist­ara­titl­in­um með því að veifa ís­lenska fán­an­um.

Henry hafði lítið komið við sögu með Ála­borg­ar-liðinu í vet­ur, skorað 3 mörk og lagt upp 5 í 30 deild­ar­leikj­um, en hann naut sviðsljóss­ins í úr­slita­leikn­um. Hann var færður úr 4. línu upp í 2. línu vegna meiðsla í liðinu, og skoraði tvö mörk í 5:2-sigri. Hann kom Aal­borg fyrst í 1:0 og sá svo um að inn­sigla sig­ur­inn með síðasta marki leiks­ins, við gríðarleg­an fögnuð stuðnings­manna og liðsfé­laga í „Box­inu“ í Hern­ing, þar sem undanúr­slit og úr­slit fóru fram.

„Jú, þetta var besti leik­ur­inn minn á tíma­bil­inu, það er á hreinu. Ég hef átt svo­lítið erfitt upp­drátt­ar á tíma­bil­inu en þetta gef­ur manni von­andi gott sjálfs­traust,“ sagði Henry við Faceoff.dk. Þrátt fyr­ir að hafa búið í Banda­ríkj­un­um, Svíþjóð og Dan­mörku seg­ist hann líta á sig sem „hundrað pró­sent Íslend­ing“.

 

Mbl.is greindi frá. Nán­ar er fjallað um Henry í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).