Náttúrustofa Suðurlands:

Ekki í samræmi við lögin og reglugerðina

að starf forstöðumanns sé einungis 30%

20.Janúar'18 | 08:25

Náttúrustofa Suðurlands hefur m.a stundað lundarannsóknir undanfarin ár. Mynd/úr safni.

Eyjar.net hefur fjallað um fyrirhugaðar breytingar á starfshlufalli forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. En stofan glímir við fjárhagsvanda. Stjórn NS kom saman í upphafi vikunnar og sat Ingvar A. Sigurðsson, forstöðumaður NS einnig fundinn.

Sjá einnig: Ekkert spáð í lögmæti ákvörðunarinnar

Uppsögn forstöðumanns og ráðning í hlutastarf

Í fundargerðinni segir að farið hafi verið yfir stöðu málsins og fyrirhugaðar breytingar á starfshlufalli forstöðumanns að loknum uppsagnafresti ræddar. Forstöðumaður tilkynnti stjórn að hann myndi taka þessum breytingum að uppsagnafresti og orlofstöku lokinni, en benti einnig á að hann myndi skoða réttmæti ákvörðunarinnar.  

Stjórn ítrekar að þessi ákvörðun er eingöngu tekin vegna hallareksturs og slæmrar fjárhagsstöðu stofunnar síðastliðin ár sem og nýsamþykktrar fjárlaga vegna ársins 2018 sem benda eindregið til þess að fjármagnið muni ekki duga til rekstrarins í óbreyttri mynd.

Stjórn NS mun í framhaldinu ræða við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um framgang gildandi samnings við Vestmannaeyjabæ vegna reksturs NS, en sá samningur er til ársloka 2018, segir ennfremur í fundargerðinni.

Gert ráð fyrir því að við stofuna sé starfandi forstöðumaður í fullu starfi

Ingvar A. Sigurðsson forstöðumaður NS lagði fram bréf máli sínu til stuðnings þar sem fengið er álit skrifstofustjóra Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þar segir:

„Við höfum skoðað þetta út frá lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og reglugerð nr. 643/1995 um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Í 10. gr. laganna segir varðandi forstöðumann náttúrustofu að framlag ríkissjóðs til náttúrustofu miðist við fjárhæð sem nemur launum forstöðumanns í fullu starfi að viðbættri fjárhæð sem er allt að jafnhá þeirri fjárhæð og rennur sú fjárhæð (síðari liðurinn) til reksturs stofunnar. Í fljótu bragði getum við ekki séð að það sé í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 60/1992 að færa starf forstöðumanns niður í 30% stöðugildi. Allavega ekki nema að framlag ríkissjóðs til þess liðs lækki líka. Skv. lögunum getur ríkissjóður ekki verið að greiða því sem nemur launum forstöðumanns í fullu starfi til náttúrustofunnar ef forstöðumaðurinn er svo bara í 30% starfi. Jafnframt segir í 7. gr. reglugerðarinnar að stjórn stofunnar ráði forstöðumann í fullt starf. Það er því gert ráð fyrir því að við stofuna sé starfandi forstöðumaður í fullu starfi, ekki í hlutastarfi. Ákvörðun um að starf forstöðumanns sé einungis 30% er því ekki í samræmi við lögin og reglugerðina.

Einnig viljum við benda á að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018 kom inn 3. mkr. hækkun á framlagi ríkissjóðs til Náttúrustofu Suðurlands.” segir í bréfinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is