Ragna Birgisdóttir skrifar:

Kæru Vestmannaeyingar

Gleðilegt ár til ykkar og fjölskyldna ykkar

19.Janúar'18 | 13:52

Höllin - samkomuhús Eyjamanna. Mynd/úr safni.

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein eru áhyggjur mínar af umferðaröryggi hér í bæ í kringum ráðstefnuhúsið Höllina. Ég hef búið nálægt þeim stað í bráðum 22 ár og hef orðið vitni af ýmsu þar í kring í tengslum við fjölmennar samkomur. 

Peyjamót, pæjumót, fundi og annað sem fer fram á þeim ágæta stað. Á dögunum var haldið Eyverjagrímuball, hið frábæra ball sem á sér langa sögu sem verður vonandi enn lengri. Ég átti leið framhjá Höllinni og báðum megin á götunni var bílum lagt þannig að það var nánast vonlaust að mæta bíl sem kom á móti.

Nú vitum við að þessi leið er sú sem lögreglu- slökkvi- og sjúkrabílar fara í forgangi ef að slys verður á flugvellinum eða í nánasta umhverfi, samanber íbúðarhúsnæði í Smára- Fjólu- og Sóleyjargötu. Að auki hef ég  séð börn sem eru óútreiknanleg skjótast út á milli bíla og út á götu. Fyrir nokkrum árum varð einmitt alvarlegt slys þar sem barn varð fyrir bíl og slasaðist alvarlega.

Þarna á þeim tímapunkti sem Eyverjaballið var ákvað ég að staldra við og skoða bílastæðin sem eru fyrir norðan Höllina og þar voru örugglega laus stæði fyrir 30-40 bíla á meðan að gatan upp og niður var pökkuð. Nú vitum við að margt fólk sem á einhverra hluta vegna erfitt með gang reynir auðvitað að leggja bílum sem næst inngöngudyrunum og er það sjálfsagt mál.

En ég býst samt við að flestir foreldrar og aðstandendur sem áttu börn á Eyverjaballinu séu ekki beint orðnir aldraðir né hreyfihamlaðir og gætu auðveldlega lagt bílum sínum á bílastæðin norðan við Höllina og labbað upp tröppurnar. Lítum okkur nær og virðum umferðarreglur og við vitum að  slysin gera ekki boð á undan sér. Það er ekki hægt að skella skuldinni alltaf á yfirvöld með bílastæðaleysi ef við notum ekki einu sinni þau sem fyrir eru. Byrgjum brunninn. Komum í veg fyrir slysin og sýnum skynsemi.

 

Með virðingu.

Ragna Birgisdóttir

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.