73% ánægð með störf bæjarstjórnar

19.Janúar'18 | 11:36
baejarstj_2016

Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Í þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir Vestmannaeyjabæ var spurt um ánægju með störf bæjarstjórnar sem og störf bæjarstjóra. Ekki kemur fram í bókun bæjarstjórnar hversu hátt svarhlutfallið er, en reikna má með að 161 bæjarbúi hafi svarað. Það er sama tala og birtist í öðrum niðurstöðum úr sömu könnun.

Sem lið í könnun á ánægju meðal íbúa var einnig spurt hversu ánægðir svarendur væru með störf bæjarstjórnar og störf bæjarstjóra. Af þeim sem afstöðu tóku (sögðust annað hvort ánægð eða óánægð) sögðust 70% ánægð með störf bæjarstjóra og 73% ánægð með störf bæjarstjórnar, segir í bókun bæjarstjórnar frá í gær. 

Þegar litið er til allra svara við viðkomandi spurningum kemur í ljós að þegar spurt var um ánægju með störf bæjarstjórnar sögðust 19% mjög ánægð með störf bæjarstjórnar, 35% sögðust ánægð, 25% sögðust hvorki né, 14% óánægð og 6% mjög óánægð. 

Þegar litið er til allra svara við spurningunni um ánægju með störf bæjarstjóra kemur í ljós að 26% sögðust mjög ánægð, 27% ánægð, 24% hvorki né, 13% óánægð og 10% mjög óánægð.

Eyjar.net hefur óskað eftir að fá könnunina í heild sinni til birtingar, en ekki var hægt að fá hana í heild sinni, þar sem að ekki var búið að kynna niðurstöður fyrir öllum ráðum Vestmannaeyjabæjar, sagði í svari framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar í byrjun síðustu viku.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.