73% ánægð með störf bæjarstjórnar

19.Janúar'18 | 11:36
baejarstj_2016

Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Í þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir Vestmannaeyjabæ var spurt um ánægju með störf bæjarstjórnar sem og störf bæjarstjóra. Ekki kemur fram í bókun bæjarstjórnar hversu hátt svarhlutfallið er, en reikna má með að 161 bæjarbúi hafi svarað. Það er sama tala og birtist í öðrum niðurstöðum úr sömu könnun.

Sem lið í könnun á ánægju meðal íbúa var einnig spurt hversu ánægðir svarendur væru með störf bæjarstjórnar og störf bæjarstjóra. Af þeim sem afstöðu tóku (sögðust annað hvort ánægð eða óánægð) sögðust 70% ánægð með störf bæjarstjóra og 73% ánægð með störf bæjarstjórnar, segir í bókun bæjarstjórnar frá í gær. 

Þegar litið er til allra svara við viðkomandi spurningum kemur í ljós að þegar spurt var um ánægju með störf bæjarstjórnar sögðust 19% mjög ánægð með störf bæjarstjórnar, 35% sögðust ánægð, 25% sögðust hvorki né, 14% óánægð og 6% mjög óánægð. 

Þegar litið er til allra svara við spurningunni um ánægju með störf bæjarstjóra kemur í ljós að 26% sögðust mjög ánægð, 27% ánægð, 24% hvorki né, 13% óánægð og 10% mjög óánægð.

Eyjar.net hefur óskað eftir að fá könnunina í heild sinni til birtingar, en ekki var hægt að fá hana í heild sinni, þar sem að ekki var búið að kynna niðurstöður fyrir öllum ráðum Vestmannaeyjabæjar, sagði í svari framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar í byrjun síðustu viku.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).