Vestmannaeyjabær:
Sigurlaug Vilbergsdóttir ráðin ráðgjafaþroskaþjálfi
18.Janúar'18 | 19:37Vestmannaeyjabær hefur ráðið Sigurlaugu Vilbergsdóttur í stöðu ráðgjafaþroskaþjálfa. Sigurlaug er þroskaþjálfi með diplomu í hugrænni atferlismeðferð og starfaði áður sem sérfræðingur og ráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins (GRR).
Sigurlaug tekur við starfi Guðbjargar Guðmundsdóttur þroskaþjálfa sem hefur starfað í fjölda ára innan málaflokks fatlaðs fólks áður á Leikfangasafni Vestmannaeyja og síðar sem ráðgjafaþroskaþjálfi fyrir börn á leikskólaaldri. Það er eftirsjá af Guðbjörgu sem býr yfir mikilli reynslu og faglegri þekkingu sem nýst hefur fötluðu fólki í Vestmannaeyjum. Guðbjörg hefur verið ötull talsmaður fatlaðs fólks og haft mikil áhrif að móta þjónustu sveitarfélagsins.
Guðbjörgu er þakkað gott og ljúft samtarf í gegnum árin og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sigurlaug er á sama tíma boðin velkomin í starf ráðgjafaþroskaþjálfa hjá Vestmannaeyjabæ. Ráðgjafaþroskaþjálfi mun hefja störf að fullu í sumar, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.