Próf­kjör tryggi ekki næga fjöl­breytni

15.Janúar'18 | 06:14
ellidi_vign

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri. Ljósmynd/TMS.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, hef­ur áhyggj­ur að því að ef far­in sé leið próf­kjörs tak­ist ekki að tryggja eðli­lega ald­urs- og kynja­dreif­ingu fram­bjóðenda á lista. Fólk inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins virðist ekki sam­mála um það hvaða leið henti best en Elliði talaði sjálf­ur fyr­ir leiðtoga­próf­kjöri.

Prjóf­kjör al­menna regl­an

Elliði seg­ir þrjár til­lög­ur hafa verið flutt­ar í full­trúaráði Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um um val á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Fyrsta til­laga var upp­still­ing sem hlaut 57% at­kvæða, sem dugði ekki sök­um þess að auk­inn meiri­hluta þarf, eða 2/​3 at­kvæða, til þess að bregða frá al­mennri reglu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Próf­kjör eru al­menna regl­an við val á lista flokks­ins. Mbl.is greinir frá.

Fyrsta til­lag­an var felld á fundi full­trúaráðs þann 27. des­em­ber og seg­ir Elliði að fund­in­um hafi verið tal­in trú um að sök­um þess að til­laga hafi verið felld, væri þar með ákveðið að fara í próf­kjör. Það hafi svo ekki reynst rétt því það þyrfti samþykki meiri­hluti til þess að fara í próf­kjör. Í því sam­hengi hafi verið boðað til nýs fund­ar þann 10. janú­ar.

10 sinn­um fleiri koma að val­inu

Á þeim fundi var flutt til­laga um próf­kjör og náði hún ekki ein­föld­um meiri­hluta, 26 kusu með en 28 á móti. Þá hafi þriðja til­laga verið flutt um röðun á lista og var hún samþykkt með 75% at­kvæða. Elliði seg­ir röðun að mörgu leyti sam­blöndu af próf­kjöri og upp­still­ingu. All­ir kjörgeng­ir í sveit­ar­fé­lag­inu geti gefið kost á sér og kosið er um röðun á list­ann inn­an full­trúráðsins. Aðspurður seg­ir Elliði telja að um 70 manns í heild sitji í full­trúaráði.

Það sé því í raun full­trúaráðið sem vel­ur á list­ann en ekki nefnd eins og verið hef­ur. „Hingað til höf­um við verið með upp­still­ing­ar­nefnd sem hafa verið 7 aðilar en núna eru það um það bil 10 sinn­um fleiri sem koma að val­inu,“ seg­ir Elliði. Hann var sjálf­ur í fyrsta skipti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2001 og hef­ur hann verið á lista all­ar göt­ur síðan. Hins­veg­ar séu 3 af 5 nú­ver­andi bæj­ar­full­trú­um Sjálf­stæðiflokks­ins á sínu fyrsta kjör­tíma­bili. Þau séu öll á aldri ungra sjálf­stæðismanna og þar af tvær kon­ur.

Þarf að tryggja aðkomu kvenna og ungs fólks

Elliði talaði sjálf­ur fyr­ir leiðtoga­próf­kjöri, en hann tel­ur að með því móti sé hægt að tryggja bet­ur aðkomu ungs fólks og eðli­lega ald­urs- og kynja­dreif­ingu. Hann bend­ir á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé ný­bú­inn að fara í gegn­um próf­kjör í Suður­kjör­dæmi.

„Niðurstaðan úr því var að það eru þrír karl­ar í þrem­ur efstu sæt­un­um og þar af tveir þeirra á sjö­tugs­aldri og í þeirri stöðu sem núna er upp kom­in þá fannst mér best að hafa leiðtoga­próf­kjör, ég hrædd­ist það ekk­ert að fara í gegn­um slíkt. Annað hvort myndi ég end­ur­nýja mitt umboð eða ég myndi bara hverfa til annarra starfa ef ég myndi ekki sigra það leiðtoga­próf­kjör.“

Á fundi full­trúaráðs hafi komið fram rök með og á móti próf­kjöri sem fólk hafi svo greitt at­kvæði um. Elliði seg­ir full­trúa Ey­verja, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna, hafa sagt frá því að stjórn fé­lags­ins hafi fjallað um málið og kom­ist að þeirri niður­stöðu að Ey­verj­ar mæltu gegn próf­kjöri. „Ein­fald­lega vegna þess að þeir óttuðust hlut ungs fólks.“

Þá hafi fjöl­marg­ar kon­ur sig um málið, að sögn Elliða, og þar á meðal nú­ver­andi og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trú­ar. „Ótti þeirra var sá að kynja­dreif­ing yrði ekki tryggð. Að reynsl­an sýndi að miðaldra hvít­um körl­um, eins og mér, myndi að jafnaði ganga best í próf­kjör­um.“ Hann seg­ir að einnig hafi mörg góð rök með próf­kjöri komið fram. „Fólk benti á að það koma þá fleiri að val­inu, þetta sé svona lýðræðis­leg leið til að nálg­ast hina lýðræðis­legu niður­stöðu sem fylg­ir kosn­ing­un­um.“

Hef­ur ekki minnstu áhyggj­ur af klofn­ingi

Ljóst er að skipt­ar skoðanir eru um málið á meðal sjálf­stæðismanna í Vest­mann­eyj­um. Til að mynda hef­ur Elís Jóns­son, sem hafði gefið út að hann hygðist gefa kost á sér í próf­kjöri flokks­ins, sagt mikl­ar lík­ur á því að óánægðir Sjálf­stæðis­menn stofni nýtt fram­boð.

Hef­ur Elliði áhyggj­ur af því að klofn­ing­ur verði úr Sjálf­stæðis­flokk­in­um í Vest­mann­eyj­um? „Ekki minnstu, ef það verður klofn­ing­ur þá bara verður klofn­ing­ur. Við lif­um í lýðræðisþjóðfé­lagi, öll­um er frjálst að bjóða sig fram. Ef fólk á ekki leng­ur leið með stjórn­mála­flokki og tel­ur að hug­mynda­fræði sín sé bet­ur tryggð með að annaðhvort starfa með öðrum fram­boðum eða stofna ný þá er það bara þannig. Við Sjálf­stæðfólk í Eyj­um leggj­um verk okk­ar óhrædd í dóm kjós­enda og vit­um að á kjör­dag eru það þau verk sem telja en ekki inn­ansveit­ar­krónika sem þessi.“

Niðurstaðan óheppi­leg fyr­ir flokk­inn

Páll Magnús­son, þingmaður sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, seg­ir niður­stöðu funda full­trúaráðsins hafa komið sér á óvart. Páll sat sjálf­ur báða fund­ina. Hann seg­ir að eft­ir fyrri fund hafi samstaða tek­ist í stjórn full­trúaráðsins um að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu allra stjórn­ar­meðlima um próf­kjör.

„Und­ir þá til­lögu skrifuðu líka þeir sem höfðu á fyrri fund­in­um flutt til­lögu um upp­still­ingu. Ég taldi að það hefði þá skap­ast ein­hvers­kon­ar samstaða um það að þetta próf­kjör yrði haldið. Það urðu mér mik­il von­brigði að þetta skyldi fara eins og það fór á þess­um fundi, að próf­kjörið skyldi hafa verið fellt með tveim­ur at­kvæðum, 26 -28 og ég tel að sú niðurstaða sé mjög óheppi­leg fyr­ir Sjálf­stæðiflokk­inn í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir Páll við mbl.is.

 

Mbl.is

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.