Elís Jónsson:

„Við það gekk ég bara út“

11.Janúar'18 | 08:05
elis_baerinn

Elís Jónsson gekk út af fundi Sjálfstæðisflokksins í gær.

Elís Jónsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að hann hygðist gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálfstæðisflokks­ins í Vestmannaeyjum. Áður hafði Elliði Vignisson gefið út að hann gæfi kost á sér áfram óháð því hvaða leið verði farin.

Elís tjáði sig um niðurstöðu fundar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins við mbl.is í gærkvöldi. Elís var einn þeirra sem gerði at­huga­semd við tím­aramm­ann í til­lögu stjórn­ar­inn­ar. „Ég lagði fram skrif­lega breyt­ing­ar­til­lögu um að við mynd­um hafa próf­kjör um efstu fimm sæt­in, að það yrðu að lág­marki tíu fram­bjóðend­ur og að próf­kjör færi fram fyr­ir lok fe­brú­ar. Þetta er meira normið eins og verið er að gera,“ seg­ir Elís sem bú­inn er að kynna sér ít­ar­lega próf­kjör flokks­ins sem hald­in hafa verið síðustu ár. Hann gerði grein fyr­ir þeirri vinnu á fund­in­um. „Tím­aramm­inn geng­ur ekki upp í til­lögu þeirra.“ 20 samþykktu til­lögu Elís­ar en 27 voru á móti.

Að hans sögn steig steig Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í pontu í kjöl­farið og sagði að aðrar til­lög­ur væru í boði, líkt og leiðtoga­próf­kjör, kosn­ing á lista og fleira. Þá var Elís hins veg­ar nóg boðið. „Við það gekk ég bara út, maður tek­ur ekki þátt í svona lýðskrumi,“ seg­ir Elís sem er mjög ósátt­ur við niður­stöðuna. 

 

Frétt mbl.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.