Næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi rís í Eyjum

- áætlaður kostnaður við verkefnið um 1400 milljónir

9.Janúar'18 | 06:59
skurdur_heidarv

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði vegna verkefnisins. Mynd/TMS

Það hefur ekki farið framhjá íbúum Vestmannaeyja þær framkvæmdir sem nú standa yfir vegna varmadæluverkefnisins sem nú er unnið að. Verið er að leggja lagnir frá kyndistöðinni niður á Hlíðarveg þar sem dælustöðin verður.

Á heimasíðu HS-veitna er að finna nánari upplýsingar um verkenfnið. Þar segir:

Enginn jarðhiti er í Vestmannaeyjum. Töluverð fyrirhöfn og kostnaður hefur ætíð verið við upphitun húsa í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa lengi verið opnir fyrir hugmyndum til að auðvelda upphitun húsa og til að draga úr kostnaði. Hús voru aðallega hituð upp með kolum. Eftir seinna stríð tók olíukynding við upphituninni. 1962 var rafstrengur lagður til Eyja og tók því rafkynding við upphituninni.

23. janúar 1973 hófst eldgos í byggð í Vestmannaeyjum. Ákveðið að virkja hitann úr hrauninu til upphitunar á húsum. Tvöfalt dreifikerfi var lagt í allan bæinn og dælustöð byggð. Fyrsta og eina hraunhitaveitan sem starfrækt hefur verið í heiminum svo vitað sé. Með lagningu dreifikerfis um bæinn skapaðist möguleiki að nota fleiri aðferðir við upphitun á hitaveituvatninu.

Árið 1988 var hitinn í hrauninu það lítill, að rekstri hraunhitaveitunnar var hætt og 20 MW rafskautaketill tekinn í notkun, sem hefur séð um upphitun á hitaveituvatninu síðan. Olíukatlar notaðir sem varaafl. Sorpbrennsla var hér í rekstri frá 1993-2013 og varmi frá henni notaður til upphitunar. Varmi frá fiskimjölsverksmiðjunum er einnig notaður til upphitunar.

Varmadæla flytur orku (varmaorku) frá einum stað til annars. Það eru varmadælur inn á hverju heimili þar sem ísskápur eða frystikista er til staðar. Kælimiðill sem gengur í lokaðri hringrás frá vermi til varmaskiptis, flytur varmaorkuna. Algengasta gerðin er Ammoníak ( NH3 ).

Með því að dæla miklu magni af sjó, er hægt að fá næga varmaorku fyrir sjóvarmadælu. Aflstuðull fyrir sjóvarmadælu (COP stuðull) er um 3, þ.e.a.s. ef varmadælan notar 1 kW af raforku, þá framleiðir sjóvarmadælan 3 kW af varmaorku.

Sjóvarmadælustöðin verður reist við Hlíðarveg 4. Leggja þarf hitaveitulagnir og háspennustreng milli kyndistöðvar og sjóvarmadælustöðvar. Leggja þarf affallsrör fyrir sjóinn frá sjóvarmadælustöð og út fyrir Eiði. Ef allar áætlanir standast, þá verður sjóvarmadælustöðin tekin í notkun á vormánuðum 2018. Um er að ræða næst stærstu sjóvarmadælustöð í heimi og er áætlaður kostnaður við verkefnið um 1400 milljónir.

Varmadælurnar verða alls fjórar (2,6 MW hver) og eru smíðaðar af Sabro í Danmörku. Hér má sjá myndbönd frá prufukeyrslu fyrstu dælunnar, en Ívar Atlason tæknifræðingur hjá HS-veitum í Vestmannaeyjum var viðstaddur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).