Haraldur Benediktsson varaformaður fjárlaganefndar:

Vill vita hvernig ábyrgð á milli Vegagerðarinnar og Eimskips er háttað

Alþingi samþykkti verulegar fjárhæðir á fjáraukalögum til að bregðast við margföldum kostnaði vegna viðgerða og viðhalds skipana

6.Janúar'18 | 13:25
IMG_6679

Herjólfur kemur til hafnar í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Haraldur Benediktsson varaformaður fjárlaganefndar skrifar pistil á Facebook-síðu sína undir yfirskriftinni ,,Um samgöngumál - ferjumál". Í pistlunum fer hann yfir rekstur og ábyrgðina á rekstri Herjólfs og Baldurs sem siglir á Breiðafirði.

Eyjar.net birtir hér pistil Haraldar í heild sinni:

Í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 er rætt um samgöngumál. Þar er m.a fjallað um ferjumál.

Meirihluti fjárlaganefndar er þar að fjalla um framtíð og áskoranir í rekstri á amk tveimur ferjum, sem gegna afar mikilvægu hlutverki. Það er rekstur á Herjólfi til Vestmannaeyja og Baldur sem siglir á Breiðafirði. Í áliti meirihlutans er undirstrikað mikilvægi á góðu rekstraröryggi á þessum tveimur leiðum. Þar er ma. fjallað um endurnýjun á ferjum og varaferjum.

Ég er að missa trú á núverandi fyrirkomulag. Það hafa verið slík áföll við rekstur á Herjólfi og Baldri að ekki er lengur boðlegt annað en að samgönguyfirvöld rannsaki sérstaklega hvernig stjórnun og gæðamálum þess aðila sem rekur þær ferjur er háttað. Mörg hundruð króna klúður við viðhald á Herjólfi í haust, þarfnast rannsókna. Það dugar ekki að segja að þetta sé leiðinlegt og óheppilegt.

Það verður að skýra hvað fór úrskeiðis og hvernig á að taka á þeim bresti. Alþingi samþykkti verulegar fjárhæðir á fjáraukalögum til að bregðast við margföldum kostnaði vegna þessa – kostnað sem vönduð vinnubrögð hefðu vafalaust getað lækkað verulega. Eins og t.d að eiga varahlutina til, þegar viðgerð hefst og byrjað var að rífa skipið.

Nú hefur enn eitt klúðrið vafið hressilega uppásig. Ferjan Baldur er stopp svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir að hún komist aftur í gang fyrr en undir lok janúar. Þá hefur hún væntanlega verið stopp í tvo mánuði. Sveifarás brotnar og það tekur tvo mánuði að koma því í lag!

Nú virðist málið snúast um að það vantaði tvo varahluti með nýjum sveifarás – og það kemur ekki í ljós fyrr á að setja vélina saman. Hvaða gæðaferli er þarna í gangi?

Það er atvinnu og mannlíf í tveimur af „verðmætustu“ eyjum landsins, Vestmannaeyjar og sunnanverðir Vestfirðir sem blæða fyrir þetta. Ekki ætla ég hér að rekja þá gífurlegu hagsmuni sem liggja hér undir. Aðeins að segja það eitt – að óveður yfir Vestfirði getur haft miklar afleiðingar, og það er varla boðlegt að vísa þungflutningum eftir þeim vegum sem þar liggja í mesta skammdeginu.

Vegagerðin virðist næsta ráðalaus. Eimskip virðist lítið þurfa að leggja á sig að halda þjóðleiðinni yfir hafið opinni. Ég hreinlega efast um hæfi þeirra og til rekstrarins af fenginni reynslu. Ég vildi gjarnan fá að vita og skilja hvernig ábyrgð á milli Vegagerðarinnar og rekstraraðilans Eimskips er háttað, i slíkum tilfellum.

Sagt er að ekki sé möguleiki á að finna varaferju. Þegar þing kemur saman í janúar mun ég senda samgönguráðherra fyrirspurn og óska eftir upplýsingum um til hverra Vegagerðin hafi leitað og hver svör hafa verið um að fá leigða ferju, og hvenær slíkar fyrirspurnir voru gerðar.

Það þarf auðvitað að rannsaka þetta ítarlega og spyrja um áætlanir þegar slíkar aðstæður koma uppá. En líklega eru svör við slíkum spurningum fljót skrifuð – ekkert.

Það er ekki í boði að láta sem ekkert sé – slíkt klúður og áföll geta ekki verið endalaust afgreidd sem einstök óheppni. Meðan eru íbúar þessara svæða í fjötrum og óvissu og reikningar sendir á ríkissjóð, segir Haraldur Benediktsson varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Þessu tengt: 400 milljónir til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna slipptöku Herjólfs

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).