Fótboltaparið til Eyja?
6.Janúar'18 | 09:17Karla- og kvennalið ÍBV í knattspyrnu gætu verið að fá góðan liðsstyrk. Parið Elísa Ósk Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen er með tilboð í höndunum frá félaginu en bæði hafa þau verið á mála hjá Val síðustu ár.
Elísa segir val þeirra Rasmusar standa á milli þess að vera áfram að Hlíðarenda eða flytja til Eyja, en þessi 26 ára gamla landsliðskona er uppalin í Eyjum og lék með liðinu út árið 2013 þegar hún hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Rasmus lék með ÍBV árin 2010-2012, fyrstu þrjár leiktíðir sínar hér á landi, en fór svo til KR og hefur verið hjá Íslandsmeisturum Vals síðustu tvö ár.
„Við þekkjum bæði klúbbinn og fólkið í Eyjum vel, svo þetta er spennandi kostur,“ segir Elísa í Morgunblaðinu í dag.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is