Vestmanneyjabær:

Kanna forsendur þess að hafa tvo skólastjóra við GRV

5.Janúar'18 | 10:17
grv_hamarsskoli

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Tillaga um breytt skipurit og stjórnun Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Í bókun ráðsins kemur m.a fram að kanna eigi forsendur þess að hafa tvo skólastjóra við GRV auk tveggja aðstoðarskólastjóra.

Í bókun ráðsins segir að fyrir liggi að skipurit stjórnunar GRV sé þannig háttað í dag að yfir GRV er fimm manna stjórnendateymi sem samanstendur af skólastjóra, tveimur aðstoðarskólastjórum, hvor yfir sinni starfsstöðinni og tveim deildarstjórum, einum í hvorri starfstöð en það fyrirkomulag varð til við síðustu breytingu á skipuriti Grunnskóla Vestmannaeyja árið 2006 með sameiningu Hamarsskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja í einn skóla, Grunnskóla Vestmannaeyja.

Þá var skólunum aldursskipt þannig að í Hamarsskóla voru nemendur í 1.-5. bekk en í Barnaskóla Vestmannaeyja í 6.-10. bekk. Breytingar verða á stjórnunarteymi GRV á næstu mánuðum. Aðstoðarskólastjóri Hamarsskóla hefur látið af störfum og sá aðili sem leyst hefur hann af mun hætta í næsta mánuði. Auglýsa þarf starf aðstoðarskólastjóra auk stöðu deildarstjóra við Hamarsskóla.

Í þessu tilfelli er eðlilegt að endurskoða stöðu stjórnunarteymisins með það að markmiði að halda áfram að tryggja markvissa og faglega stjórnun sem nýtist fræðslustofnuninni sem allra best. 

Bent hefur verið á ákveðið óhagræði af því að skólastjóri þurfi að deila sér niður á tvær starfsstöðvar. Þó kostirnir við að hafa einn skólastjóra yfir GRV geti verið á borð við að skólastarfið virki betur sem ein heild, stjórnunin sé á einni hendi og ákvörðunartaka ætti að vera markvissari þá eru vankantarnir þó þeir að starfsemin gæti talist of umfangsmikil vegna fjölda nemenda, bekkja og starfsfólks og fjarlægðar milli starfsstöðva. Þannig geti því skapast álag á stjórnendur sem hafa þá takmarkaða getu til að sinna væntingum allra innan skólans.

Í skýrslu Ráðrík frá 2016 var bent á að slíkt geti leitt af sér of flata stjórnun sem leiði til þess að verkaskipting verði óskýr og starfsfólk viti ekki alltaf hver hafi úrslitavald um hvert mál. Skólastjóri þurfi að dreifa sér of víða og því komi oft í hlut annarra að taka ákvarðanir og leysa málin þegar hann er fjarverandi. Einnig kom í ljós við vinnu starfshóps um starfsumhverfi kennara við GRV að álag á kennara sé mikið og gjarnan óskuðu kennarar eftir meiri stuðningi og nærveru stjórnenda. 

Með ofangreint að leiðarljósi samþykkir ráðið að kanna forsendur þess að hafa tvo skólastjóra við GRV auk tveggja aðstoðarskólastjóra og starfi hvort par fyrir sig í hvorri starfsstöðinni. Skólinn verði þó áfram undir nafni GRV og áfram aldursskiptur. Ráðið felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að undirbúa minnisblað fyrir næsta fund ráðsins um mögulegar útfærslur á breyttu skipuriti sem gerir ráð fyrir þessum breytingum ásamt því að óskað verði eftir umsögnum skólaráðs GRV og Kennarafélags Vestmannaeyja um þann möguleika að skipta stjórnun GRV alfarið upp eftir starfsstöðvum, segir í bókun fræðsluráðs.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).