Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka á föstudaginn

3.Janúar'18 | 08:00
jolasv_13

Jólasveinarinir mæta til byggða á föstudaginn.

Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka verður á sínum stað á hefðbundnum tíma, föstudaginn 5. janúar kl. 19:00. Að venju hefst gleðin með flugeldasýningu á meðan að jólasveinarnir koma sér niður af fjalli.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að Vestmannaeyjabær standi vel við bakið á félaginu til að hægt sé að standa undir þessari hátíð og ber að þakka þeim fyrir þeirra framlag en eins og alltaf þá erum við óendanlega þakklát sjálfboðaliðunum okkar sem halda utan um hátíðina frá A til Ö.

Veðurspáin fyrir föstudaginn er mjög góð miðað við árstíma en það spáir suð-austan átt og 3° hita. Þannig að allir þurfa að mæta vel klæddir. Grýla og Leppalúði er byrjuð að undirbúa sig og sást til þeirra strauja fötin á strákana sína, tröllin og álfarnir eru líka byrjuð að liðka sig fyrir föstudaginn.

ÍBV þakkar öllum félagsmönnum, sjálfboðaliðum, starfsmönnum og styrktaraðilum fyrir frábært íþróttaár hjá okkur en án ykkar allra værum við ekki þar sem við erum í dag. Sextán leikmenn ÍBV spiluðu A landsleiki á síðasta ári og 11 leikmenn félagsins spiluðu með yngri landsliðum Íslands.

Sjáumst hress og kát í göngunni á föstudaginn og eins og alltaf þá væri gaman ef sem flestir geti verið merktir félaginu í göngunni, segir ennfremur í tilkynningunni.

Hér má sjá kortið fyrir föstudagskvöld. (vedur.is):

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%