Fréttaárið á Eyjar.net gert upp:

10 mest lesnu 2017

31.Desember'17 | 12:07
topp_10_2017

Mynd/samsett.

Við áramót horfum við gjarnan um öxl og rifjum upp liðið ár. Líkt og vanalega tökum við saman mest lesnu fréttir ársins hér á Eyjar.net. Alls voru fréttafærslur ársins 1491 sem gerir um 4,1 færslur að meðaltali á degi hverjum. En lítum á mest lesnu fréttir ársins.

Aðsend grein Halldórs Jóhannessonar, yfirstýrimanns á farþegaferjunni Baldri er sú mest lesna í ár, en þar á eftir er það frétt um þjóðhátíðarlag Ragnhildar Gísladóttur. Elítupenninn okkar hún Lóa Baldvinsdóttir er svo í þriðja sæti - en hún ritaði opið bréf til þingmanna á árinu sem vakti mikla athygli.

Annars lítur topp 10 listinn svona út: 

  1. Vill að bæjarstjóri biðji áhöfn Baldurs afsökunar - Aðsend grein, Halldór Jóhannesson.
  2. Sjáumst þar - þjóðhátíðarlagið 2017 - Frétt.
  3. Heil og sæl kæru Alþingismenn - Elítan, Lóa Baldvinsdóttir.
  4. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins mun ekki kjósa flokkinn í næstu kosningum - Frétt.
  5. Hið „nýja“ Ísland. Viljum við það? - Aðsend grein, Sigurmundur Gísli Einarsson.
  6. Skítamórall, Dimma, Stuðlabandið og Rigg á Þjóðhátíð - Frétt.
  7. Úrelt útboð líflína bæjarstjórnar - Ritstjórnargrein, Tryggvi Már Sæmundsson.
  8. Bentu ráðherra á hentugar ferjur - Frétt.
  9. Hver ber ábyrgðina á öllu þessu? - Aðsend grein, Halldór Bjarnason.
  10. Konur sem prumpa - Elítan, Hrefna Óskarsdóttir.

 

Næstar inn

Þessar voru næstar inn á topp 10:

Gagnrýnir stóru fjölmiðlana fyrir skilningsleysi á stöðu Eyjamanna - Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Dýrustu leikskólagjöld landsins? - Aðsend grein Freys Arnaldssonar.

 

Þakkir

Ritstjórn Eyjar.net þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. Öllum þeim sem stungu niður penna. Munið að opin, málefnaleg umræða skapar betra samfélag.

 

Tags

Topp 10

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.