Bæjarráð Vestmannaeyja:

Leggja til að þegar verði byggður þyrlupallur á láglendi Heimaeyjar

29.Desember'17 | 09:22
thyrla_des_17

Þyrla Gæslunnar hefur ítrekað þurft að lenda utan flugvallarins vegna veðurs. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekið fyrir erindi frá Stefáni Ó. Jónassyni þar sem hann lagði til að bæjarráð samþykkti að fara þess á leit við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að þegar verði byggður þyrlupallur á láglendi Heimaeyjar.

Í greinargerð með tillögunni segir að enn og aftur komi í ljós hvað þyrlur Landhelgisgæslunnar geti skipt miklu máli í sjúkraflugi til Vestmannaeyja. Nýlega kom þyrla Gæslunnar tvisvar sinnum sama sólarhringinn þegar skýjahæð var undir 500 fetum, vindar óhagstæðir og flugvöllurinn í Eyjum með öllu lokaður. Í tilfellum sem þessum hefur þyrlan lent á Hamarsvegi vestan Dverghamars, en þessi tilfelli eru mörg á ári.

Fyrirséð er að þyrla verður áfram mikilvægt öryggistæki fyrir sjúkraflug frá Eyjum þegar flugvöllurinn er lokaður, Herjólfur ekki í siglingum og jafnvel gæti Landeyjahöfn verið lokuð. Það er því mikilvægt að þegar verði byggður þyrlupallur á Heimaey sem eykur enn öryggi fyrir flug þyrlunnar og tryggir en frekar sjúkraflutninga frá Eyjum þegar aðrir möguleikar eru ekki fyrir hendi. Að ekki sé talað um hættu sem getur skapast af því þegar þyrla er að lenda á akvegi.

Staðsetningu þyrlupalls þarf að ákveða í samráði við flugmenn Gæslunnar, starfsmenn ISAVIA í Vestmannaeyjum, sjúkraflutninga HSU og skipulagsyfirvöld í Vestmanneyjum. Með byggingu þyrlupalls á Heimaey má auka öryggi í sjúkraflutningum milli lands og Eyja með litlum tilkostnaði, segir ennfremur í greinargerðinni.

Bæjarráð samþykkti erindið og fól bæjarstjóra að rita erindi þess efnis til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Ennfremur óskar bæjarráð eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs vegna erindisins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).