Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum
í fyrsta skipti síðan 1990
28.Desember'17 | 07:58Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gærkvöldi var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Stillt hefur verið upp á lista undanfarin kjörtímabil og tillaga um þá leið lá einnig fyrir á fundinum en sú tillaga var felld enda þarf 2/3 hluta atkvæða með tillögu um uppstillingu skv. skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hélt síðast prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum árið 1990.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum mældist aðeins 34,9 prósent í nýjustu skoðanakönnun MMR sem gerð var í síðasta mánuði. Fylgi flokksins minnkar því um tæplega 40 prósent frá sveitarstjórnarkosningunum árið 2014.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.