Heim­ir þjálf­ari árs­ins

- kylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir út­nefnd íþróttamaður árs­ins 2017

28.Desember'17 | 20:58
heimir_hallgrims

Heim­ir Hall­gríms­son landsliðsþjálf­ari Íslands.

Heim­ir Hall­gríms­son þjálf­ari karla­landsliðs Íslands í knatt­spyrnu var í kvöld út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins 2017 í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna.

Heim­ir tók einn við þjálf­un landsliðsins að lok­inni Evr­ópu­keppn­inni í Frakklandi 2016, þar sem Ísland komst í átta liða úr­slit, en þá höfðu hann og Lars Lag­er­bäck stýrt liðinu sam­an í tvö ár. Þar á und­an var Heim­ir aðstoðarþjálf­ari liðsins í tvö ár, með Lag­er­bäck sem aðalþjálf­ara.

Ísland gerði sér lítið fyr­ir og vann und­anriðil heims­meist­ara­keppn­inn­ar og tryggði sér sæti í loka­keppni HM 2018 í Rússlandi. Liðið vann Kósóvó (tví­veg­is), Króa­tíu, Úkraínu og Tyrk­land á ár­inu 2017 og náði efsta sæti riðils­ins með glæsi­leg­um loka­spretti.

Ísland er lang­fá­menn­asta þjóðin sem nokkru sinni hef­ur kom­ist í loka­keppn­ina.

Þórir Her­geirs­son, þjálf­ari norska kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik, hafnaði í öðru sæti í kjör­inu og Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir, þjálf­ari sænska knatt­spyrnuliðsins Kristianstad, hafnaði í þriðja sæti.

Kylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir var út­nefnd íþróttamaður árs­ins 2017. Þá var karla­landslið Íslands í knatt­spyrnu út­nefnt lið árs­ins 2017 í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna

 

Mbl.is greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%